fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Isavia sakar lögmann ALC um dylgjur: „Enn einu sinni notar hann fjölmiðla“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 18:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia sakar Odd Ástráðsson, lögmann flugvélaleigusalans ALC, um að nýta sér fjölmiðla til að setja fram fullyrðingar sem hann viti vel að séu rangar. Rétt sé að ákvarðanir varðandi kyrrsetningu flugvélar ALC vegna skuldar WOW air hafi verið erfið og tekin með hag Isavia að leiðarljósi. Isavia hafi hins vegar ekki komið í veg fyrir afhendingu flugvélarinnar gegn viðunandi tryggingu.

Í síðustu viku kvað Héraðsdómur Reykjavíkur að óheimilt hefði verið að kyrrsetja flugvélina vegna allra skulda WOW air við Isavia, samtals um 2,5 milljarðar króna. Hins vegar væri þeim heimilt að kyrrsetja vélina vegna 87 milljóna skuldar WOW vegna þessarar tilteknu vélar. Isavia hefur enn ekki afhent vélina þrátt fyrir að ALC hafi greitt 87 milljónirnar, en þeir telja niðurstöðu Héraðsdóms ekki vera í samræmi við dómafordæmi og hafa áfrýjað til Landsréttar.

Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sagði í Viðskiptablaðinu í dag að að það hafi vakið athygli hans að í upphaflegri greiðsluáætlun WOW air, og þeirri sem síðar var undirrituð af forstjóra WOW, hafi ákvæði um að ein vél WOW skyldi ávallt vera á Keflavíkurflugvelli verið tekið út.

„Sagði lögmaður ALC það afhjúpa það sem hann kallar ásetning og hugræna afstöðu Isavia til gjörningsins: „Þeir vita að það þoli ekki dagsljósið að áskilja sér tryggingu í eign þriðja manns fyrir slíkri skuldasöfnun“,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia þar sem lögmaður ALC er sakaður um að nýta sér fjölmiðla til að fara með fullyrðingar sem ekki standist skoðun..

„Rétt er að halda því til haga að það var að beiðni WOW air að hafa tvö aðskilin gögn um málið. Annars vegar greiðsluáætlun og hins vegar fyrirlýsingu um að ein flugvél WOW yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leið þangað.“

„Gera má ráð fyrir að lögmanni ALC sé fullkunnugt um þetta. Enn einu sinni notar hann fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar um stjórnendur Isavia sem ekki standast skoðun. Farið er af stað með dylgjur í garð þeirra sem tóku erfiðar ákvarðanir um rekstur Isavia – ákvarðanir sem teknar voru á viðskiptalegum forsendum með hag Isavia að leiðarljósi.“

Oddur hafi einnig haldið því fram að ALC hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála. „Mikilvægt er að benda á að í leigusamningi ALC við WOW air vegna umræddrar vélar eru ýmis ákvæði um skipan mála.“ Meðal ákvæða eru hvernig beri að haga málum ef til þess kæmi að vélin yrði kyrrsett vegna notendagjalda. Eins sé þar ákvæði sem beri með sér að leigusali þurfi að greiða gjöld af öllum vélum vegna einnar kyrrsettrar. ALC hafi einnig verið heimilt samkvæmt leigusamningi að afla upplýsinga frá Isavia um skuldastöðu WOW air, hvenær sem er.

„Rétt er að ítreka að Isavia hefur ekki staðið í vegi fyrir því að afhending flugvélarinnar fari fram gegn viðunandi tryggingu – svo sem eins og bankatryggingu, með fyrirvara um lögmæti kröfunnar. Síðan mætti takast á um ágreininginn fyrir dómstólum. Það er ákvörðun leigusalans að fara ekki þá leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki