fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Ungliðahreyfing Miðflokksins mótmælir innleiðingu þriðja orkupakkans

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. maí 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ungliðahreyfing Miðflokksins leggst alfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandssins. Þriðji orkupakki ESB snýr að flutningi og sölu raforku á milli landa, þar sem sérstakar stofnanir Evrópusambandsins hafa valdheimildir þegar þjóðir eiga í deilu um orkusölu. Þetta þýðir að Ísland mun ekki lengur hafa full yfirráð yfir orkumálum og greinilegt er að við framseljum vald til stofnanna Evrópusambandssins sem gengur gegn stjórnarskrá Íslands.“

Svo segir í tilkynningu frá Ungliðahreyfingu Miðflokksins, þar sem tekið er fram að um 90 prósent raforkuframleiðslu landsins sé í eigu þjóðarinnar:

„Svo gríðarlega mikilla hagsmuna þarf að gæta svo hægt sé að tryggja komandi kynslóðum áframhaldandi lágt raforkuverð til heimila og fyrirtækja í landinu. Lágt raforkuverð er eitt stærsta samkeppnisforskot innlendrar framleiðslu þar sem flestir aðrir kostnaðarliðir eru hærri en hjá samkeppnisaðilum nágrannalandanna. Má þar nefna innlenda matvælaframleiðslu og sér í lagi gróðurhúsarækt þar sem þetta skiptir miklu máli.“

Helstu ástæður þess að ungir Miðflokksmenn leggjast gegn orkupakkanum eru eftirfarandi:

● Til framtíðar litið er orkuauðlindin stærsta auðlind íslensku þjóðarinnar.

● Arður auðlindarinnar á að renna til þjóðarinnar, til samfélagslegra verkefna.

● Landsvirkjun á að vera í eigu þjóðarinnar. Landsvirkjun skilaði á síðasta ári 4 miljörðum í arð til ríkisins. Þar sem mannvirki Landsvirkjunar hafa verið afskrifuð hratt eru væntingar um mikinn arð á komandi árum. Forstjóri Landsvirkjunar telur að arður áranna 2020 til 2026 gæti numið 110 miljörðum króna.

● Íslendingar eiga að vísa þriðja orkupakka ESB aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar þar sem óskað er eftir undanþágu frá innleiðingu orkulöggjafarinnar.

● Að hafna þriðja orkupakkanum setur EES samninginn ekki í uppnám eins og haldið hefur verið fram af fylgjendum innleiðingarinnar.

Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins: Karl Liljendal Hólmgeirsson, formaður Bjartur Rúnarsson Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir Natalía Sif Stockton Sverrisdóttir Steinunn Anna Baldvinsdóttir Þorsteinn Hrannar Svavarsson.“

 

Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins: Frá vinstri: Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir, Bjartur Rúnarsson, Sverrir Ómar Victorsson, Þorsteinn Hrannar Svavarsson og Natalía Sif Stockton Sverrisdóttir. Á myndina vantar Karl Liljendal Hólmgeirsson og Steinunni Önnu Baldvinsdóttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu