fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 09:48

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitthvað um svigrúm, eitthvað um mistökin sem eru fólgin í því að halda að frami og völd nokkurra kvenna þýði betra líf fyrir lágstéttarkonur:
Hér eru glerþök brotin en láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu.“

Svo ritar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – Stéttarfélags, við frétt um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sé meðal 20 launahæstu þjóðarleiðtoga heims, en Katrín er í 17. sæti listans, með rétt rúmlega tvær milljónir króna á mánuði.

Hugtakið glerþak kemur úr ranni femínismans. Jafnan er talað um að konur (sem og minnihlutahópar) glími við glerþak þegar kemur að launum og starfsframa, þar sem þær fái verr borgað en karlmenn fyrir sömu, eða sambærileg störf. Glerþakið sé þannig tákn um þá ósýnilegu hindrun sem haldi aftur af framgangi þeirra í atvinnulífinu og skýri af hverju svo fáar konur séu í efsta lagi stjórnenda og embætta.

Katrín er önnur konan sem gegnir stöðu forsætisráðherra hér á landi, eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, en Sólveig virðist ekki telja að uppgangur kvenna í pólitík hafi þau áhrif sem hún sjálf myndi vilja, fyrir lágstéttarkonur.

Þess má geta að sjálf var Sólveig Anna láglaunakona áður en hún tók við formennsku í Eflingu. Í formennskustarfinu hlaut hún 1.1 milljón á mánuði, en hún lét lækka laun sín um 300 þúsund krónur fyrir skatt og sagðist fá um 570 þúsund krónur útborgaðar eftir þá lækkun.

Fjórar konur er að finna á topp 20 listanum yfir launahæstu þjóðarleiðtogana. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er í sjöunda sæti með tæplega 340.000 dollara í árslaun. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er í sjötta sæti með tæplega 370.000 dollara í árslaun. Launahæsta konan er Carrie Lam, framkvæmdastjóri/landstjóri Hong Kong, en hún er mð um 568.000 dollara í árslaun.

Forsætisráðherra Singapúr, Lee Hsien Loong, trónir á toppi listans með um 1,6 milljónir dollara í árslaun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist