fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Þórólfur kaupfélagsstjóri afneitar kjaftasögunum: „Einhver þjóðsaga sem fór á flug“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988, hefur löngum verið sagður einn valdamesti maðurinn á Íslandi. Kaupfélagið á fimmtungshlut í Morgunblaðinu og Þórólfur er sterkefnaður eftir þátttöku sína í atvinnulífinu.

Hefur kaupfélagið verið sagt félag um einokun og völd og fullyrt í gegnum tíðina að Þórólfur stjórni Framsóknarflokknum á bak við tjöldin.

Því neitar hann alfarið í viðtali við Morgunblaðið í dag:

 „Nei, það er langt í frá. En ég hef verið flokksbundinn framsóknarmaður og skammast mín ekkert fyrir það. Framsóknarflokkurinn var alltaf flokkur grunnatvinnuveganna, sérstaklega landbúnaðar, og var landsbyggðarflokkur. Mér finnst mikið atriði að halda þeim sjónarmiðum á lofti með skynsömum hætti. En það að ég stjórni Framsóknarflokknum er einhver þjóðsaga sem fór á flug. Ég hef auðvitað mínar skoðanir, og tel að það sé mjög hollt fyrir stjórnmálaflokka að hafa tengsl inn í atvinnulífið. Ég held að það sé voðalega hættulegt ef þeir missa öll tengsl inn í atvinnulífið, þá verða þeir svo aftengdir. Það sem er mikilvægast fyrir íslenska þjóð núna er að nýta auðlindirnar með skynsamlegum hætti.“

Sambandið súrnað

DV birti nærmynd af Gunnari Braga Sveinssyni, þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins árið 2013 sem skrifuð var af Inga Frey Vilhjálmssyni. Þar sagði um samband Gunnars og Þórólfs:

„Þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði var talað um það í sveitinni að hann tæki enga ákvörðun án þess að ráðfæra sig við Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra KS. „Hann kom alltaf með Nýja-Testamentið frá Þórólfi og það á ekki síður við í dag,“ sagði aðili sem þekkir vel til stjórnmálastarfs í Skagafirði. Þetta var áður en Gunnar Bragi settist á þing árið 2009 og utanríkisráðherrann núverandi var oddviti framsóknarmanna í sveitarstjórninni Skagafirði. Árið 2009 söðlaði Gunnar Bragi um og bauð sig fram til Alþingis sem fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hin síðari ár hefur þó samband Gunnars Braga við Þórólf og Kaupfélagsmenn súrnað og var ástæðan ekki síst stuðningur Gunnars Braga við viðskiptabann á Rússland sem kom Kaupfélaginu illa.“

RÚV ekki þjóðarnauðsyn

Í viðtalinu við Morgunblaðið telur Þórólfur að RÚV sé ekki þjóðarnauðsyn, en líkt og áður sagði á KS fimmtungshlut í Morgunblaðinu. Segir Þórólfur nauðsynlegt að til séu vandaðir fjölmiðlar sem ekki séu ríkisreknir:

„Ríkið er fyrirferðarmikið á þessum markaði sem er ekki hollt til lengdar, og í raun mjög umhugsunarvert, enda þörfin ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifikerfi á kartöflum, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekstur ríkisins á fjölmiðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjölmiðillinn verði ríki í ríkiskerfinu og leiði skoðanamyndun. Við þekkjum það í löndum þar sem ekki er virkt lýðræði, að þar eru ríkisfjölmiðlar mjög fyrirferðarmiklir.“ /

„Þetta er ekki þjóðarnauðsyn eins og heilbrigðiskerfið. Þetta er ekki lengur einn af grunnþáttunum. Ég held að menn eigi markvisst að draga úr hinum miklu umsvifum Ríkisútvarpsins. Ekki síst til þess að tryggja lýðræðisstöðuna í landinu.“

Ekki fjárfestir og engar arðgreiðslur

KS skilaði hagnaði upp á fimm milljarða í fyrra, en Þórólfur segir engar arðgreiðslur úr félaginu á dagskrá:

„Þessir peningar eru nýttir til að styrkja okkar starfsemi og auka framleiðsluna. Það eru engar arðgreiðslur út úr félaginu.“

Þórólfur  greiddi sér hinsvegar arð  upp á 150 milljónir árin 2017-2018, úr eignarhaldsfélagi sínu, Háuhlíð 2 ehf., samkvæmt frétt Stundarinnar.

Þórólfur segist sjálfur ekki vera fjárfestir:

 „Ég er ekki fjárfestir persónulega. KS hefur hinsvegar verið þátttakandi í olíufélögum, tryggingarekstri og slíku, en ekki mikið meiru. Ég var reyndar í bankaráði Búnaðarbankans á meðan hann var ríkisbanki. Seinni árin höfum við í KS lagt meiri áherslu á grunnreksturinn. Eftir bankahrun fjárfestum við í endurreisn Olís ásamt Samherja, sem er nú það eina stóra sem við höfum gert í þessum efnum síðustu 5-6 ár. Sá hlutur var seldur inn í Haga. Við fengum 4,57% hlut í Högum sem hluta af greiðslu, en samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar þá megum við ekki eiga þau bréf til framtíðar. Við þurfum að selja innan 30 mánaða.“

Þórólfur segist í viðtalinu einnig vera á móti stofnun þjóðarsjóðs, lagningu sæstrengs og telur stuðning ríkisins við landbúnað ekki nægan.

Segir hann þjóðina „aftengda“ sveitinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“