fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Orkan okkar á móti orkupakkanum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að einungis Miðflokkurinn og Flokkur fólksins séu á móti 3. orkupakkanum á þingi og engar líkur séu á öðru en að málið fari þar í gegn með yfirgnæfandi meirihluta bæði stjórnarflokkanna og svo hinna þriggja stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, þá gæti þetta orðið ansi mikið pólitískt hitamál og það tekið á ríkisstjórnina.

Andstæðingar orkupakkans fara nú mikinn í fjölmiðlum og hafa meðal annars opnað vef sem kallast Orkan okkar. Þar er fólk hvatt til að skrifa undir og segja nei við orkupakkanum.

Þarna má líka sjá lista yfir þá sem leiða baráttuna gegn orkupakkanum. Þar er að finna marga sem hafa starfað með Heimssýn og svo blöndu af fólki sem hefur starfað með ýmsum stjórnmálaflokkum, þarna eru Sjálfstæðismenn, VG-arar, Framsóknarmenn, íhaldsmenn og sósíalistar, Vigdís Hauks og Ólafur Ísleifsson og svo vekur athygli að þarna í hópnum er líka að finna Ómar Ragnarsson og Jón Baldvin Hannibalsson– í ráðherratíð sinni leiddi hann Ísland inn í EES.

Eins og fyrr segir verður orkupakkinn örugglega samþykktur í þinginu. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fundið leið til að sætta að minnsta kosti þingflokkinn og hún virðist ætla að duga þar. Utan þings er hins vegar andstaða og það þarf ekki að leggjast í mikla rannsóknarvinnu til að sjá að Davíð Oddsson, núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er andsnúinn málinu. Það er forveri hans, Styrmir Gunnarsson, líka. Hann hefur spáð hamförum innan Sjálfstæðisflokksins verði pakkinn samþykktur.

Í þinginu þarf að greiða atkvæði um  þingsályktanir sem tengjast orkupakkanum og síðan lög þar að lútandi. Ekki finnst manni ólíklegt að eftir muni andstæðingar orkupakkans reyna að höfða til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, að samþykkja ekki lögin. Það er líka ljóst að Miðflokkurinn ætlar að gera sér eins mikinn mat úr málinu og hann getur – og þannig ná aftur vopnum sínum. Maður heyrir vissan enduróm frá Icesave. Hér er mynd sem birtist á áðurnefndum vef, Orkunni okkar, og sýnir andstæinga orkupakkans þar sem þeir fóru á fund Guðna forseta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki