fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Stórskuldugir Íslendingar í Danmörku – Verða dregnir fyrir dóm

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 15:00

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar útlendingar, þar á meðal Íslendingar, stunda nám í Danmörku eiga þeir rétt á að fá námsstyrk og námslán, kallað SU og SU-lán, eins og Danir ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Skilyrðin snúa að búsetutíma, þátttöku á vinnumarkaði og öðru. Þessum rétti fylgir auðvitað að það á að borga SU-lánin til baka að námi loknu. En það eru ekki allir sem gera það. Samkvæmt nýjustu tölum hafa erlendir námsmenn ekki greitt 623 milljónir danskra króna af námslánum sínum en það svarar til um 11,4 milljarða íslenskra króna. Af þessari upphæð skulda námsmenn frá ríkjum á Evrópska efnhagssvæðinu (EFTA og ESB) 234 milljónir danskra króna.

Það vekur athygli varðandi þessar skuldir að örþjóð eins og Ísland er í öðru sæti yfir þær þjóðir sem skulda Dönum mest. Efst tróna Þjóðverjar, sem eru nú öllu fleiri en Íslendingar, en 437 þýskir ríkisborgarar skulda SU-lán upp á 35,4 milljónir danskra króna. Þar á eftir koma 377 Íslendingar sem skulda 26,9 milljónir danskra króna eða um 12 prósent af heildarskuld íbúa innan EES. Í þriðja sæti eru Sómalir en þeir skulda 21,6 milljónir danskra króna en reikna má með að það fé sé algjörlega glatað eins og lán til annarra sem búa utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Dönum finnst þetta ansi hart enda eru það danskir skattgreiðendur sem standa undir kostnaðinum við þetta. En það er ekki nóg með að fólk fái þessi námslán, sem eru á mjög hagstæðum kjörum, heldur fær það einnig ágætan námsstyrk um leið en hann þarf auðvitað ekki að endurgreiða.

Vanskilin hafa vaxið mjög á síðustu árum og erfitt hefur reynst að innheimta lánin eftir að lántakendur eru farnir heim. Erlend yfirvöld geta ekki aðstoðað við innheimtuna eins og með skatta og gjöld. En nú ætla dönsk yfirvöld að beita nýjum aðferðum við innheimtuna hjá lánþegum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins, sem gilda einnig innan Evrópska efnahagssvæðisins, er hægt að innheimta skuldir í öðrum ríkjum á svæðinu ef dómur hefur fallið. Nú ætla Danir að láta reyna á þetta.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að nú þegar hafi þremur erlendum skuldurum verið stefnt fyrir fógetarétt í Kaupmannahöfn en þau mál verða rekin sem prófmál til að kanna hvort hægt verði að stefna fleirum og innheimta eitthvað af þessum skuldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna