fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Eyjan

Þórhildur Sunna: „Það er fáránlega auðvelt að fá varnarlausa manneskju nauðungarvistaða á Íslandi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. janúar 2019 11:41

Aldís Schram, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jón Baldvin Hannibalsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir ekkert í íslenskum lögum koma í veg fyrir að valdamiklir menn geti látið nauðungavistað einstaklinga sem saka þá um kynferðisbrot. „Staðreyndin er sú að það er fáránlega auðvelt að fá varnarlausa manneskju nauðungarvistaða á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna í í grein á vef Stundarinnar í dag. Telur hún málflutning Aldísar Schram í garð föður síns, Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, vera trúverðuga. Líkt og DV hefur fjallað um síðustu daga sakar Aldís föður sinn um sifjaspell og að hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra til að fá lögreglu til að gera aðför að sér.

„Framkoma samfélagsins, stjórnkerfisins og heilbrigðiskerfisins við Aldísi Schram er áfellisdómur yfir réttarríkinu á Íslandi og undirstrikar brýna þörf á víðtækum lagabreytingum til aukinnar verndar þeirra sem vistaðir eru nauðugir á geðdeild,“ segir Þórhildur Sunna. Aldís hefur framvísað vottorði þess efnis að hún sé heil á geði, þvert á fullyrðingar Jóns Baldvins, og vísað í opinber gögn máli sínu til stuðnings:

„Frásögn Aldísar dregur  upp þá mynd að þarna hafi valdamikill maður í samfélaginu í krafti stöðu sinnar getað svipt dóttur sína frelsinu og ærunni. Þetta gat hann án nokkurs viðnáms frá því kerfi sem á að standa vörð um réttindi hennar. Jafnvel með fullu samþykki og aðstoð þessa sama kerfis.“

Þórhildur Sunna segir að frásagnir kvennanna vera átakanlegar og það sé umhugsunarefni hvers vegna það sé ekki staðið með þolendum, en sem betur fer hafi átt sér stað vitundarvakning á undanförum árum. Jafnvel á þeim sjö árum sem eru liðin frá því að Guðrún Harðardóttir birti klámfengnu bréfin frá Jóni Baldvin. Staðan sé þó enn slæm þegar kemur að  réttarvörslu í nauðungarvistunarmálum:

„Staðan í dag er sú að ekkert í íslenskum lögum kemur í veg fyrir að sagan hennar Aldísar endurtaki sig. Í íslenskum lögum er ekkert sem tryggir að valdamiklir menn misnoti ekki stöðu sína og kerfið til þess að læsa þolendur sína og ásakendur inn á geðdeild og draga þannig úr trúverðugleika frásagna þeirra. Því miður er það svo á Íslandi í dag að lagaramminn sem gildir um nauðungarvistanir, hin svokölluðu lögræðislög, er svo veikur að það kæmi ekki á óvart þótt fleiri óhugnanleg dæmi um þetta leyndust í fortíðinni.“

Hér má lesa grein Þórhildar Sunnu í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Handtekinn í Kringlunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún segir það með ólíkindum að fylgjast með „umkomulausum stjórnendum“ hjá borginni – „Það er eins og við séum ekki til“

Kolbrún segir það með ólíkindum að fylgjast með „umkomulausum stjórnendum“ hjá borginni – „Það er eins og við séum ekki til“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fordæma verkalýðsleiðtoga sem fagna brotthvarfi Drífu með ósmekklegum athugasemdum – Hafa áhyggjur af því ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni

Fordæma verkalýðsleiðtoga sem fagna brotthvarfi Drífu með ósmekklegum athugasemdum – Hafa áhyggjur af því ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þriðjungur heimila glímir við erfiðan fjárhag – Eiga ekki afgang

Þriðjungur heimila glímir við erfiðan fjárhag – Eiga ekki afgang
Eyjan
Fyrir 1 viku

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Agaleysi er þjóðarböl

Björn Jón skrifar – Agaleysi er þjóðarböl
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grímur búinn að fá nóg af flugvallarþruglinu – „Þetta er alveg ótrúlega aumur málflutningur“

Grímur búinn að fá nóg af flugvallarþruglinu – „Þetta er alveg ótrúlega aumur málflutningur“