fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Karl Gauti segir frá vafasömum fjármálum í Flokki fólksins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. janúar 2019 08:38

Karl Gauti Hjaltason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason, sem rekinn var úr Flokki fólksins, í kjölfar Klaustursmálsins, segir óeðlilegt að Inga Sæland, formaður flokksins, sé prókúruhafi hans og sé að vasast í fjármálum flokksins. Þá segir hann að peningum flokksins sé varið í launagreiðslur til ættingja hennar.

Þetta kemur fram í grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann yfir verkefni sín og stjórnmálaviðburði á síðasta ári. Um Klaustursmálið, viðskilnaðinn við Flokk fólksins og meint vafasöm fjármál flokksins skrifar Karl Gauti:

„Síðla í nóvember, eftir að ég hafði lokið þátttöku minni við aðra umræðu fjárlaga, sat ég undir orðræðu sem spannst í hópi samstarfsmanna og ratað hefur í fjölmiðla. Ég hef beðist afsökunar á þeim mistökum að sitja of lengi undir þessum umræðum.

Einhverjir hafa staldrað við ummæli mín við þetta tækifæri um hæfileika formanns Flokks fólksins til að leiða stjórnmálaflokk. Örskömmu síðar rak stjórn flokksins mig við annan mann úr flokknum. Þessa gagnrýni hafði ég, á því ári sem ég hef verið í flokknum, margítrekað látið í ljósi beint við formanninn, meðal annars á vettvangi þingflokksins og í stjórn flokksins, þar sem ég var kjörinn með flestum atkvæðum allra stjórnarmanna á landsfundi flokksins í september sl.

Ég tel ekki forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks sitji yfir fjárreiðum hans með því að vera jafnframt prókúruhafi og gjaldkeri flokksins. Þá get ég heldur ekki sætt mig við að opinberu fé sé varið til launagreiðslna í þágu nánustu fjölskyldumeðlima stjórnmálaleiðtoga. Landslög kveða skýrt á um vandaða meðferð þeirra fjármuna sem  stjórnmálaflokkar þiggja úr almannasjóðum og er mikilvægt að eftir þeim sé farið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið