fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ritstjóri Fréttablaðsins hjólar í RÚV: „Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 10:05

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins. Samsett mynd/Skjáskot af vef Vísis og RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir óskiljanlegt að RÚV þurfi á hverju ári að taka upp ávarp forsætisráðherra á Gamlársdag á sama tíma og beðið sé eftir forsætisráðherra í Kryddsíld Stöðvar 2. Kryddsíldin, þar sem allir leiðtogar flokkanna koma saman og gera upp árið, hefst kl. 14 á Gamlársdag en ávarp forsætisráðherra er sýnt á RÚV um kvöldið. Segir Ólöf í leiðara Fréttablaðsins í dag að það sé óskiljanlegt hvers vegna þetta þurfi að skarast. Þess má geta að Heimir Már Pétursson, einn umsjónarmanna Kryddsíldarinnar, sagði minnst tvisvar í útsendingunni að Katrín Jakobsdóttir væri of sein þar sem RÚV þyrfti að taka upp ávarpið á sama tíma.

„Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu,“ segir Ólöf og bætir við:

„Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári.“

Þar sem RÚV sjái sér ekki fært um að færa tímann þá biðlar Ólöf til Katrínar sjálfrar:

„Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki