fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn segir hug landsmanna enn við Klaustursmálið: „Uppgjörinu er ólokið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Klaustursmálinu svokallaða vera ólokið. Málinu hafi verið klúðrað í forsætisnefnd, Flokkur fólksins sé í sárum og það eigi eftir að fara fram uppgjör í Miðflokknum. Í nýárskveðju sinni segir Björn jafnframt að ríkisstjórnin þurfi að vara sig á að spilla ekki samstarfinu í komandi kjaraviðræðum.

Athygli vakti í gær að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að hann væri orðinn leiður á Klaustursmálinu og umræða um það skili engu.

Sjá einnig: „Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu máli“

Klaustursmálið sprakk upp í lok nóvember þegar DV, Stundin og Kvennablaðið birti fréttir upp úr upptökum sem Bára Halldórsdóttir tók upp af fjórum þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum Flokks fólksins tala um hrossakaup með sendiherrastöður ásamt því að tala um ýmsar stjórnmálakonur sem „kuntur“ og „tíkur“, talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, meðal annars um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem konu „sem spili á karlmenn eins og kvenfólk kann“.

Björn segir að hugur þjóðarinnar sé enn við þetta mál og siðferðsmál sem þetta sé fólki ofar í huga en efnahagsmál. „Bára Halldórsdóttir hefði varla verið kjörin maður ársins bæði af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis annars vegar og hlustendum Rásar 2 hins vegar ef aukin misskipting væri almenningi efst í huga um áramót. Valið á henni og áherslur umsjónarmanna Kryddsíldar á Stöð 2 og Skaups ríkissjónvarpsins sýndu að áhuginn beindist meira að siðferðilegum efnum en efnislegum um þessi áramót.“

Björn segir að þrátt fyrir að málið hafi verið gert upp í áramótaannálum ljósvakamiðlanna það sé því ekki lokið: „Hafi þetta mál verið gert upp í ljósvakamiðlunum um áramótin er uppgjörinu ólokið á stjórnmálavettvangi. Forsætisnefnd alþingis klúðraði meðferð málsins af sinni hálfu og tókst ekki að vísa því til siðanefndar þingmanna. Flokkur fólksins er í sárum. Uppgjörinu er ólokið innan Miðflokksins eins og sést af afsögn Viðars Freys Guðmundssonar, formanns Miðflokksfélagsins í Reykjavík.“

Sjá einnig: Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir af sér 

Ástæðan fyrir afsögninni sagði Viðar vera „langvarandi óánægju með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf“, sem og það vanti „skýrari ábyrgðarkeðjur og lýðræðislegri ferla í starfið til að hægt sé að taka á erfiðum málum sem kunna að koma upp og eins til að reka hefðbundið lýðræðislegt flokkastarf“.

Um þetta segir Björn: „Þetta er dæmigerð lýsing á eins-manns- eða eins-málsflokki.“

Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð séu reistir á traustum lýðræðislegum grunni: „Honum má ekki spilla öllum til tjóns í átökum um kaup og kjör á nýju ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki