fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Formaðurinn leiðir Íslensku þjóðfylkinguna í Reykjavík

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 7. apríl 2018 18:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Íslenska þjóðfylkingin hélt blaðamannafund í dag laugardag kl. 13. 15 þar sem framboð flokksins í Reykjavík var kynnt.

 Formaður flokksins, Guðmundur Karl Þorleifsson, fór yfir helstu stefnumál flokksins og kynnti fólkið í þremur fyrstu sætunum.

Helstu áherslumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar eru að draga til baka lóð undir mosku og allar leyfisveitingar vegna viðbyggingar á bænahúsi múslíma í Öskjuhlíð en þar hefur m.a. verið veitt leyfi fyrir kallturni.

Fyrstu þrjú sæti Íslensku þjóðfylkingarinnar eru skipuð þannig: 

  1. sæti. Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
  2. sæti. Hjördís Bech Ásgeirsdóttir, félagsliði.
  3. sæti. Jens G. Jensson skipstjóri.

Að öðru leiti í stuttu máli eru helstu stefnumál:

o   Höfnum þéttingu byggðar á kostnað grænna svæða.

o  Gerum íbúum kleift að eignast þak yfir höfuðið. Endurvekjum verkamannabústaðakerfið.

o  Gerum Reykjavík fjölskylduvænni með opnun leikskóla og róluvalla

o  Gerum Reykjavík fjölskylduvænni með skipulagningu opinna svæða, það eykur lífsgæði borgarbúa.

o  Íslenska þjóðfylkingin hafnar borgarlínu en vill nýta það fjármagn sem Vegagerðin lætur af hendi rakna til uppbyggingar mislægra gatnamóta, þannig að umferð geti óhindrað farið eftir aðalstofnæðum borgarinnar.

o  Gjaldfrjálst verði í strætó fyrir alla sem stunda skóla á höfuðborgarsvæðinu, minkum mengun.

o  Flytjum stofnannir borgarinnar úr miðbænum í úthverfi þar er skynsamlegt.

o  Hreinsum götur reglulega, það minkar svifryk. Heilsuvernd í fyrirrúmi.

o  Aldraðir eiga skilið áhyggjulaust æfi kvöld, byggjum hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða.

o   Íslenska þjóðfylkingin hafnar borgarlínu, nýtum fjármuni betur.  Búum til mislæg gatnamót svo umferð geti komist óhindrað leiðar sinnar, það minkar mengun.

Formaður flokksins sagði jafnframt að á næstu dögum myndu fleiri framboð líta dagsins ljós sem hefðu í raun enga stefnu aðra en að apa eftir stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna