fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sigurður Ingi vill niðurgreiða innanlandsflugið: „Verði raunhæfur valkostur“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hélt ræðu á aðalfundi Isavia í gær, hvar hann vék meðal annars að innanlandsfluginu. Auknu fé verður varið til viðhalds flugvalla, sem og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðanna, ef marka má fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá hefur starfshópur undir stjórn Njáls Trausta Friðbertssonar alþingismanns unnið að því að finna leiðir til að ná fram hagkvæmari rekstri á innanlandsflugi og skilvirkari rekstri flugvalla, með það að augnamiði að lækka flugfargjöld. Niðurstöður er væntanlegar á næstunni.

Sigurður Ingi talaði fyrir „skosku leiðinni“, það er, að ríkið niðurgreiði flugfargjöld:

„Fyrir almenning þurfa flugfargjöld að lækka svo innanlandsflug verði raunhæfur valkostur. Ég hef talað fyrir því að fara svipaða leið og Skotar hafa farið til að greiða niður farmiðakaup íbúa á landsbyggðinni.  Vandamálið er hins vegar að samkeppni á flugleiðum innanlands er ekki nægjanleg og krefst meira aðhalds í verðmyndun á fargjöldum. Við verðum að finna leiðir að ásættanlegri lausn sem kæmi ekki aðeins íbúum svæðanna til góða heldur einnig atvinnulífinu, ekki hvað síst ferðaþjónustunni.  Áskorunin er að auka flugumferð til að efla samgöngur á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins og jafna aðgengi íbúa landsins að grunnþjónustu s.s. heilbrigðisþjónustu. Þar gegnir Reykjavíkurflugvöllur mikilvægu hlutverki sem einn af tengipunktum landsbyggðar við þessa þjónustu.“

sagði Sigurður Ingi. Hann vill fjölga ferðamönnum sem nota innanlandsflug og sér fyrir sér samstarf ríkis og einkageirans:

 „Mikilvægt er að við töpum ekki sjónar á markmiðinu, hvert er stefnt. Með markvissu átaki og hvatakerfi tókst að fjölga farþegum utan sumartíma. Á sama hátt eigum við að sameinast um að setja markmið um að fjölga farþegum í innanlandsflugi. Notendur, flugrekendur og flugvallarekendur verða að hafa sameiginlega hvata og hagsmuni af fluginu. Meðal hugmyndanna er að alþjóðaflugvellir landsins yrðu felldir undir umsjón Isavia og geti til lengri tíma orðið fjárhagslega sjálfbærir og notið góðs af fjárhagslegum styrk félagsins sem hefur þekkingu og trú á rekstrinum. Slíkt samtal þarf að eiga sér stað með fulltrúum Isavia, hvernig hægt er að fjölga ferðamönnum sem notfæra sér innanlandsflugvelli landsins sem styðji við rekstrargrunn þeirra. Hvatarnir þurfa að vera sameiginlegir og þurfa flugvallarekendur og flugrekendur að stefna að sameiginlegu markmiði. Ef af verður mætti t.d. hugsa sér að ríkið og einkageirinn komi saman að þessari þróun með ýmsum hætti sem tengjast rekstri eða fjárfestingarframlögum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi