fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Eyjan

Aukin áhersla á umbætur í opinberri starfsemi

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá undirritun samkomulagsins í Ráðherrabústaðnum (f.v.) Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson, Halldór Halldórsson og Karl Björnsson.

Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023 var undirritað á dögunum af Halldóri Halldórssyni, formanni, og Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og hins vegar af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigurði Inga Jónssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Samkomulagið byggir á lögum um opinber fjármál sem hafa að markmiði, að ríki og sveitarfélög vinni að góðri hagstjórn og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Þetta er jafnframt þriðja samkomulagið sem er undirritað, en hvert þeirra hefur gilt til eins árs í senn með möguleika á endurnýjun að samningstíma liðnum.

Athygli vekur að nýjungar og umbætur í opinberri starfsemi hafa bæst við þau sameiginlegu verkefni sem ríki og sveitarfélög vinna saman að skv. samkomulaginu. Í því felst m.a. aukin uppbygging á miðlægu þjónustugáttinni á island.is og uppbygging stafrænna innviða fyrir opinbera þjónustu og bætta samvirkni upplýsingatæknikerfa.

Af öðrum sameiginlegum viðfangsefnum ríkis og sveitarfélaga má nefna verkefni sem lúta að áætlanagerð og eflingu sveitarstjórnarstigsins og verður í þeim efnum unnið m.a. áfram að því að treysta og bæta markvisst þann talnagrunn sem forsendur fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um fjármál sveitarfélaga byggjast á.

Enn fremur verður unnið áfram að endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og áhersla lögð á breytingar á tekju- og útgjaldajöfnun sjóðsins, sem stuðlað geti að sjálfbærum rekstri og eflingu þjónustu sveitarfélaga.

Vinna við mótun sameiginlegrar aðgerðaáætlunar vegna gráu svæðanna í opinberri þjónustu heldur einnig áfram og verður ábyrgð og fjármögnun vegna þjónustuþátta sem skarast á milli ríkis og sveitarfélaga skýrð betur en nú er, einkum innan velferðarþjónustunnar.

Þá verður samstarf og samráð á sviði kjaramála eflt frekar, s.s. vegna samhæfingar á kjaraþróun starfsmanna ríkis og sveitarfélaga á grunni sameiginlegrar launastefnu, umbóta á vinnumarkaði og greiningar á launaþróun og mannaflaþörf.

Efnahagsforsendur samkomulagsins taka mið af því, að þjóðarbúið nýtur eins lengsta samfellda hagvaxtarskeiðs sem sögur fara af, enda þótt nokkuð hægi á hagvexti. Þá segir um afkomumarkmið og afkomuhorfur m.a. að heildarafkoma hins opinbera verði ásamt A-hluta sveitarfélaga jákvæð og að rekstur sveitarfélaga verði sjálfbær í þeim skilninig að skuldir þeirra sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækki. Afkomumarkmiðin má sjá í heild sinni í samkomulaginu á hlekk hér að neðan.

Samkomulagið er ekki bindandi fyrir ákvarðanir einstakra sveitarfélaga, en ákvæði þess verða virt við stefnumótun og ákvarðanatöku á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: „Skelfilegt kontóristabæli“

Björn Jón skrifar: „Skelfilegt kontóristabæli“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Anna Sigríður sækir um eigin stöðu

Anna Sigríður sækir um eigin stöðu