fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Þorgerður segir Viðreisn ekki hafa nálgast Áslaugu vegna framboðs

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 4. mars 2018 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,  sagði í Silfrinu í hádeginu að sér þætti synd að sjá viðhorf Sjálfstæðisflokksins gagnvart Áslaugu Friðriksdóttur borgarfulltrúa flokksins, sem var ekki boðið sæti á lista, þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti í leiðtogakjörinu. Þetta sagði Þorgerður í því sem mætti kalla „óspurðum fréttum“, sem gæti rennt stoðum undir þá kenningu að Viðreisn hefði boðið Áslaugu sæti á lista sínum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí.

Þorgerður sagði hinsvegar við Eyjuna, að svo væri ekki:

„Nei nei, mér skilst að svo sé ekki. Maður hefur samt skoðanir á því þegar ekki er verið að fara vel með fólk. Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega ekkert að breytast hvað þetta varðar. Strákarnir fá alltaf sitt, en það er allt í lagi að skipta stelpunum út með þessum hætti. Þetta segir manni að jafnréttissjónarmiðin eru bara ekki til staðar þegar á reynir. En Áslaug er gríðarlega öflugur borgarfulltrúi,“

sagði Þorgerður og undirstrikaði að val á frambjóðendum væri ekki miðstýrð ákvörðun, heldur væri í höndum uppstillingarnefndar Reykjavíkurfélags Viðreisnar.

Lítið hefur borið á Áslaugu eftir að hún sendi frá sér tilkynningu í kjölfar þess að ljóst væri að hún yrði ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Áslaug sakaði þar Sjálfstæðisflokkinn um að breyta leikreglunum, þegar ákveðið var að fara í leiðtogakjör á sínum tíma, í stað hefðbundins prófkjörs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna