fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Segir borgarstjóra ábyrgan fyrir fulltrúum í Barnavernd: „Verða að vera lausir við pólitísk tengsl“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. mars 2018 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, sem skipar 3. sæti lista Miðflokksins í Reykjavík, er gagnrýninn á störf Barnaverndar Reykjavíkur í pistli sem hann birtir á Facebook síðu sinni. Þar gerir hann athugasemd við að í nefndina séu pólitískt skipaðir fulltrúar og gerir Dag B. Eggertsson ábyrgan:

„Æðsti embættismaður Barnaverndar Reykjavíkur er borgarstjóri. Með pólitískum hætti eru nefndarmenn ráðnir. Í nefndinni eru m.a. tveir aðilar sem eru samflokksmenn borgarstjóra og félagar hans. Einnig eru aðilar sem starfað hafa með og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki legg ég mat á faglega getu nefndarmanna, en geri athugasemd við það að svo mikilvæg nefnd, sem Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er, séu ráðnir pólitískir félagar. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur á að taka af allan vafa um að hún sé til starfa sinna gild til verka eða ekki. Hún verður að vera skipuð afar faglegum einstaklingum sem verða að vera lausir við pólitísk tengsl,“

 

segir Sveinn Hjörtur meðal annars.
Hann segir við Fréttablaðið að kerfið sé „gallað“ og vísar í fréttaskýringaþáttinn Kveik, sem var með umfjöllun um störf Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

Þá segir Sveinn í pistli sínum:

„Í einu orði sagt er dapurt að heyra hver staðan er. Af þeim 20 málum nefndarinnar voru 19 sem Barnaverndarstofa þurfti að gera athugasemdir við málsmeðferð þeirra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi