fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Tryggja áframhaldandi lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands undirrita samninginn

Velferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands undirrituðu samninginn, sem hljóðar upp á 5,9 m.kr.

Á grundvelli samnings við velferðarráðuneytið hefur Mannréttindaskrifstofan um árabil annast slíka ráðgjöf, innflytjendum að kostnaðarlausu. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni en á síðasta ári voru veitt 539 ráðgjafarviðtöl. Erindin eru af margvíslegum toga en flest þeirra snúa að ráðgjöf í tengslum við dvalar- og atvinnuleyfi. Einnig er mikið um að leitað sé eftir ráðgjöf í sifjamálum, þ.e. í tengslum við skilnað, forsjá og umgengnismál. Önnur mál snúa meðal annars að veitingu ríkisborgararéttar, atvinnumálum, málefnum hælisleitenda o.fl.

Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands við innflytjendur er veitt í húsnæði skrifstofunnar, Túngötu 14, á þriðjudögum kl. 14-19 og á föstudögum kl. 9-14. Tekið er við tímapöntunum í síma 552-2720 eða í tölvupósti: info@humanrights.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm