fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Styrmir um lagabreytingar á Kjararáði: „Þetta er EKKI málið Katrín“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 23. mars 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi sýnt skynsemi er hún boðaði forystumenn launþegahreyfingarinnar til sín í gær. Hann segir hana þó ekki átta sig á kjarna málsins þegar kemur að Kjararáði og verkalýðshreyfingunni:

 „Það var skynsamlegt hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að boða forystumenn launþegahreyfingarinnar til fundar við sig í gær, eftir að ljóst var orðið að ASÍ mundi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði. En mikil áherzla forsætisráðherra í samtali við RÚV í gærkvöldi á að framundan væri gjörbreyting á lögum um Kjararáð bendir til þess að Katrín átti sig ekki á kjarna málsins. Þær lagabreytingar munu ekki friða verkalýðshreyfinguna.“

Styrmir rekur þá ólgu sem ákvarðanir Kjararáðs hafa skapað:

„Það eru ákvarðanir Kjararáðs síðustu misseri, sem hafa skapað þá ólgu, sem er orðin innan verkalýðsfélaganna og er að verða á vinnumarkaði almennt. Alls staðar finna menn fyrir þrýstingi frá launþegum um launahækkanir vegna þess samanburðar, sem ákvarðanir Kjararáðs um launahækkanir æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra hafa leitt af sér. Við bætist svo að sama fólki er ofboðið vegna launakjara æðstu stjórnenda fyrirtækja, sem lífeyrissjóðir landsmanna eru nú stærstu eigendur að. Þessi afstaða kemur m.a. fram í atkvæðagreiðslu meðal grunnskólakennara, sem kolfelldu kjarasamning. Að óbreyttu fer hér allt á hvolf á vinnumarkaði á næsta ári.“

Að lokum segir Styrmir að stjórnarsamstarfið verði erfitt fyrir VG í framhaldinu þar sem bakland flokksins muni rísa upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?