fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Ásmundur úthlutar styrkjum -Samtals 180 milljónir til 35 félaga

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 2. mars 2018 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, úthlutaði nýlega styrkjum til félagasamtaka af safnliðum fjárlaga. Styrki hlutu 35 félög, samtals 179 m.kr. til fjölbreyttra verkefna í þágu velferðar.

Styrkir sem þessir af safnliðum fjárlaga hafa verið veittir árlega um nokkurra ára skeið. Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni lúta flest að málefnum barna, fátækt, félagslegri virkni, geðheilsu og tengdum röskunum, málefnum aldraðra og fatlaðra. „Þetta eru verkefni sem eiga það sameiginlegt að stuðla að aukinni velferð í samfélaginu“ sagði ráðherra meðal annars við athöfn í Hannesarholti þegar styrkirnir voru veittir.

Í stuttri ræðu gerði ráðherra að umtalsefni verðmæti frjálsra félagasamtaka í samfélaginu og þeirra mikilvægu störf: Við eigum öll að muna eftir því og meta það starf að verðleikum. Styrkirnir sem veittir eru hér í dag eru í senn viðurkenning á mikilvægu starfi og fjárframlag til að styðja við starfsemina.“

Þá voru kynnt þrjú verkefni sem hlutu styrk sem miða öll að því að styrkja eða koma á notendasamráði. Notendasamráð byggir á valdeflingu og þátttöku notenda og stuðlar þannig að því að raddir þeirra sem standa oft ekki jafnfætis öðrum í samfélaginu heyrast og tekið sé tillit til þeirra óska og þarfa þegar kemur að stefnumótun í tilteknum málaflokkum. Verkefnin sem um ræðir eru Öldungaráð á vegum Landssambands eldri borgara, Ungmennaráð Landssamtakanna Þroskahjálpar og Ungmennaráð Barnaheilla.

 

Mynd-Stjórnarráðið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“