fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 16. mars 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd-Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars.

Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem eru efnahagssvið, félagsmálasvið, fyrirtækjasvið, rekstrarsvið og svið stjórnsýslu og samstarfs. Á Hagstofunni starfa um 100 fastráðnir starfsmenn en auk þess eru um 60 lausráðnir spyrlar sem vinna við úrtakskannanir stofnunarinnar.

Þá heimsótti forsætisráðherra embætti ríkislögmanns, þar sem Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt starfsmönnum embættis síns. Viðfangsefni embættisins voru kynnt og fjallaði ríkislögmaður m.a. um fjölgun mála hjá embættinu á undanförnum árum og fjölbreytt viðfangsefni. Starfsmenn embættisins eru tíu.

Viðfangsefni embættisins eru einkum rekstur dómsmála fyrir ríkið og stofnanir þess í einkamálum, uppgjör bótakrafna, þ.á m. tryggingabætur ríkisstarfsmanna og álitsgerðir fyrir ráðuneyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu