fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Auður Magnúsdóttir nýr framkvæmdarstjóri Landverndar

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Magnúsdóttir,

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar, samkvæmt tilkynningu.  Auður hefur störf 1. maí nk.

Auður er með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hefur
stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá
Íslenskri erfðagreiningu. Síðastliðin tvö ár hefur hún gengt starfi deildarforseta Auðlinda- og
umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf
Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er formaður Samtaka kvenna í vísindum. Hún
hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum.

 

 

Auður tekur við starfinu af Salome Hallfreðsdóttur, en Salome hefur gegnt stöðu
framkvæmdastjóra frá því í nóvember sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Landverndar, tók við embætti umhverfisráðherra Íslands.

Það þarf kröftugan leiðtoga til þess að leiða það starf sem unnið er á Landvernd en samtökin
standa vörð um náttúru Íslands og miðhálendið, berjast gegn plasti í hafi, vinna að
landgræðslu, leiða öflugt umhverfismenntastarf í gegnum verkefni sín og stuðla að umræðu
um umhverfismál og sjálfbærni í samfélaginu.
Landvernd stendur á tímamótum þar sem að á næsta ári rennur upp fimmtíu ára afmæli
samtakanna. Samtökin ætla sér að verða enn öflugri og einlægur málsvari náttúrunnar og
markmiðið er að fjölga félagsmönnum svo um munar, enda eru það stuðningsaðilar
samtakanna sem tryggja vernd náttúru Íslands og halda umræðu og aðgerðum um
umhverfismál á lofti.
Stjórn og starfsfólk Landverndar býður Auði velkomna til starfa og hlakkar til að vinna með
henni að háleitum markmiðum samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu