fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Möguleikar Eyþórs

Egill Helgason
Laugardaginn 3. febrúar 2018 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að hann sjái Sjálfstæðisflokkinn geta starfað með öllum flokkum í borgarstjórn nema Samfylkingunni. Það búast reyndar fáir við því að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fari að vinna saman í borginni, en samt er þetta athyglisverð yfirlýsing.

Svo vill reyndar til að í bæjar- og sveitarstjórnarmálum eru flestir flokkar nokkurn veginn sammála í meginatriðum, þótt kunni að vera áherslumunur. Það er mjög fastmótað hvaða þjónustu sveitarfélög veita og þótt skipt sé um stjórnir er ekki að vænta neinna kúvendinga.

Deilur nú fyrst á kosningaári hafa fyrst og fremst snúist um skipulagsmál. Stefnuna sem hefur ráðið ríkjum í Reykjavík má kalla nýjan urbanisma eða nýja borgarstefnu. Hún gerir ráð fyrir þéttingu byggðar og minni bílaumferð. Hugmyndin er að borgin stækki inn í sig. Aðalskipulagið sem nú er í gildi er í þessum anda og þar er gert ráð fyrir eflingu almenningssamgangna undir heitinu Borgarlína.

Samfylkingin er eindregið á þessari línu, sem og Björt framtíð og Píratar. Vinstri græn eru þar líka, en það virkar reyndar eins og þau hafi ívið minni áhuga á skipulagsmálum en hinir flokkarnir í meirihluta borgarstjórnar. Það hefur fyrst og fremst lent á Samfylkingunni að tala fyrir stefnunni.

Viðreisn aðhyllist líka hina nýju borgarstefnu og hefur mjög sterka talsmenn hennar innan sinna raða eins og Pawel Bartoszek og Guðmund Kristján Jónsson. Hún nær líka inn í raðir Sjálfstæðismanna, Borgarlína hefur jú verið samþykkt af Sjálfstæðismönnum í öllum bæjunum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki endilega spurning um vinstri og hægri.

Eyþór Arnalds, hinn nýji oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, stillir sér hins vegar upp á móti þessu og þar eru vissulega tækifæri fyrir hann. Mikil óánægja ríkir með samgöngurnar í Reykjavík. Bílafjöldinn hefur líka aukist mikið. Mörgum finnst að þéttingarstefnan hafi gengið of langt. Þar fær hann mikinn hljómgrunn innan síns eigin flokks, en líklegt er að þarna geti Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn fylgt honum. Ef Eyþór á að geta náð völdum í Reykjavík byggir það líklega á því að þessir flokkar fái nægt fylgi – Viðreisn er ekki líkleg til samstarfs við hann miðað við málflutninginn sem hann hefur haft í frammi.

Kosningarnar munu væntanlega snúast mikið um skipulagsmálin. En þá gæti líka verið sóknarfæri fyrir stjórnmálaöfl sem tala um eitthvað allt annað.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump