fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Vill auka aðgengi almennings að opinberum upplýsingum – opingogn.is

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til laga um endurnot opinberra upplýsinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Meginmarkmið frumvarpsins er að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2013/37/ESB og mæla fyrir um reglur um endurnot opinberra upplýsinga í sérstökum lagabálki. Ákvæði um efnið hafa hingað til verið að finna í upplýsingalögum en þeim hefur lítið verið beitt í framkvæmd, líkt og segir á vef Stjórnarráðsins.

Skýrar reglur um endurnot opinberra upplýsinga þjóna þeim markmiðum ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á opna stjórnsýslu og gagnsæi. Framtíðarsýn stjórnvalda er að almenningur geti nálgast á einum stað opin gögn með ópersónubundnum upplýsingum og að opin gögn verði gjaldfrjáls og endurnýtanleg eins og kostur er á. Í þessu skyni hefur verið opnuð miðlæg gátt fyrir opin gögn á vefnum opingogn.is. Frumvarpinu er ætlað að styðja við þessa þróun með því að auðvelda einkaaðilum að nálgast reglur sem gilda um endurnot slíkra gagna.

Samkvæmt frumvarpinu verður opinberum aðilum skylt að verða við beiðni um heimild til endurnota upplýsinga sem almenningur hefur rétt til aðgangs að á grundvelli upplýsingalaga eða annarra laga, með tilteknum skilyrðum. Þannig mega endurnotin t.d. ekki brjóta í bága við lög. Opinberum aðilum er heimilt að setja endurnotunum frekari skilyrði, sem þurfa þó að þjóna málefnalegum tilgangi, gæta skal samræmis og jafnræðis við útfærslu þeirra og þau mega ekki takmarka möguleika á endurnotum eða samkeppni óhóflega.

Helstu breytingar með tilskipun 2013/37/ESB eru þær að gildissvið endurnota er víkkað út þannig að reglurnar ná einnig til safna, bókasafna og skjalasafna. Þá þrengir tilskipunin heimildir opinberra aðila til gjaldtöku fyrir endurnot opinberra upplýsinga og endurspeglar frumvarpið þessa breytingu. Að meginstefnu verður óheimilt að innheimta hærra gjald en sem nemur beinum kostnaði af fjölföldun, afhendingu og dreifingu upplýsinganna. Þá þarf öll gjaldtaka að fara fram samkvæmt gjaldskrá sem forsætisráðherra staðfestir. Loks gerir frumvarpið ráð fyrir að öllum ágreiningi um heimildir til endurnota upplýsinga frá opinberum aðilum megi skjóta til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna