fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Ásmundur Einar hyggst gera bragarbót á barnavernd í samvinnu við Braga

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar vill breyta barnavernd á Íslandi til hins betra

Verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á sviði barnaverndar í kjölfar umkvartana í málaflokknum, þar sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur verið miðdepillinn. Er hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstaka málum í starfi sínu og er nýbyrjaður í ársleyfi frá störfum, þar sem hann hyggsst verða framboðsfulltrúi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, með stuðningi Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar.

Á vef Sambands íslenskra sveitafélaga kemur fram að Bragi Guðbrandsson, hinn umdeildi forstjóri Barnaverndarstofu, hyggist vinna að verkefnum sem tengjast endurskoðun á barnaverndarlögum, samkvæmt samkomulagi hans við Velferðarráðuneyti Ásmundar Einars Daðasonar, ráðherra. Í ljósi umkvartana á störfum Braga hjá Barnaverndarstofu, verða þessar málalyktir að teljast harla sérstakar:

 

„Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði  barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana, þó að þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd.

Þá hefur félagsmálaráðherra einnig ákveðið að ráðast í ítarlega skoðun á þjónustu við börn með það meginmarkmiði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að samfellu í þjónustunni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna. Þessi vinna mun skv. upplýsingum frá velferðarráðuneytinu nýtast við yfirstandandi endurskoðun á barnaverndarlögum og kveðið er á um í framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar nr. 15/146. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, mun á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefur verið á milli hans og velferðarráðuneytisins.“

Hvorki Bragi né Ásmundur hafa viljað tjá sig um málið, en Velferðarráðuneytið hefur birt bréf þess til þriggja barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu, til að gera grein fyrir niðurstöðum sínum vegna umkvartana nefndanna varðandi samskipti þeirra við Braga Guðbrandsson og annað starfsfólk Barnaverndarstofu.

 

 

Af vefsíðu Sambands íslenskra sveitafélaga:

Auk þess sem ráðist verður í heildarendurskoðun á barnaverndarlögum og skýrar formkröfur settar um samskiptahætti stjórnvalda í barnavernd, verður eftirlit með barnaverndarstarfi að hluta falið nýrri gæða- og eftirlitsstofnun. Velferðarráðuneytið boðar með þessum breytingum öflugra barnaverndarstarf á grunni sterkari stjórnsýslu. Ráðuneytið vonast einnig til að Barnaverndarstofa endurheimti samhliða fyrra traust,

Frumvarp til laga um eftirlit með barnavernd er þegar komið á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, en hluti þeirra verkefna sem þar er tíundaður verður á höndum nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar sem tekur til starfa innan skamms hjá velferðarráðuneytinu.

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fundaði í lok síðustu viku með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti þeim þessar áformuðu breytingar, en formenn nefndanna leituðu í vetur ásjár velferðarráðuneytisins vegna Barnaverndarstofu og samskipta við forstjóra hennar.

Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði  barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana, þó að þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd.

Þá hefur félagsmálaráðherra einnig ákveðið að ráðast í ítarlega skoðun á þjónustu við börn með það meginmarkmiði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að samfellu í þjónustunni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna. Þessi vinna mun skv. upplýsingum frá velferðarráðuneytinu nýtast við yfirstandandi endurskoðun á barnaverndarlögum og kveðið er á um í framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar nr. 15/146. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, mun á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefur verið á milli hans og velferðarráðuneytisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“