fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Uppstilling hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi sínum á mánudag að ef að 10 eða fleiri frambjóðendur gæfu kost á sér, yrði röðun fyrir valinu á listann. Ekki bárust svo mörg framboð og því mun kjörnefnd hefja vinnu við uppstillingu, líkt og gert hefur verið síðustu áratugi. Þetta er haft eftir Ólafi Elíssyni, formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins, á Eyjar.net í dag.

 

 Samkvæmt Eyjum.net höfðu fimm gefið kost á sér í röðun, bæjarstjórinn Elliði Vignisson, og bæjarfulltrúarnir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir. Þá segir að varabæjarfulltrúi flokksins Margrét Rós Ingólfsdóttir, hafi einnig gefið út að hún gæfi kost á sér í röðun.

 

Mikið hefur gengið á í Sjálfstæðisflokknum í Eyjum, eftir að ákveðið var að fara í prófkjör, í fyrsta skipti frá 1990, en síðan hætt við og ákveðið að raða upp á listann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagðist vilja prófkjör, sem er meginregla hjá flokknum, en greiddi síðan sjálfur atkvæði gegn tillögunni um prófkjör. Ekki voru allir sáttir við þá ákvörðun og tal um klofning var orðið býsna hávært og enn er ekki útséð með slíkt, en Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV, var nefnd sem oddviti nýs framboðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“