fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Framsókn vill fasteignaverðið úr mælingu neysluvísitölunnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson

Þingmenn Framsóknarflokksins, með Willum Þór Þórsson í fararbroddi, hafa lagt fram þingsályktunartillögu. Markmið hennar er að fjármála – og efnahagsráðherra skipi starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna á að horfa sérstaklega til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands en jafnframt skal meta hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti.

Þessi tillaga er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir:

,,Fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og mikil hækkun þess á undanförnum árum hefur af þeim sökum leitt til þess að höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað meira en ella. Ríkisstjórnin mun hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvístölunnar.“

Samtök atvinnulífsins gagnrýndu á dögunum launavísitöluna og sögðu hana ekki réttan mælikvarða á launabreytingar í landinu, en Hagstofan svaraði þeirri gagnrýni og vísuðu henni á bug.

Willum Þór segist ekki hafa farið í kjölinn á launavísitölunni í þessu tilliti, en það þurfi þó að skoða nánar.

Aðspurður hvort skipun starfshópsins væri skref í átt að afnámi verðtryggingarinnar sagði Willum:

„Ég er á þeirri skoðun og hef alltaf verið, að þegar kemur að húsnæðislánum eigum við ekki að verðleggja þau á grundvelli neysluvísitölu. Ég vona að málið verði fundinn farvegur, enda talað um það í stjórnarsáttmálanum. Við náum vonandi til lands í því, en byrjum á þessu í bili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið