fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Bára um áfrýjun Miðflokksþingmanna: „Reyna að búa til eitthvað samsæri sem gæti hugsanlega réttlætt hörkuna“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. desember 2018 12:30

Bára Halldórsdóttir Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna í Klaustursmálinu, til Landsréttar. Stundin greinir frá.

Kæran er dagsett þann 19. desember og er þess krafist að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi, þar sem forsendur dómsins standist ekki.

Reimar Pétursson, lögmaður Miðflokksfjórmenninganna, segir að frásögn Báru sé „út og suður“ og hafi hann viljað kanna hvort einhver hafi fylgt Báru og komið að framkvæmd upptökunnar, með því að kalla eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum.

Segist hann draga trúverðugleika Báru í efa þar sem hún hafi sjálf sagst ekki greint orðaskil inni á Klaustri bar, en segi síðan einnig að samtalið hafi verið opinbert.

Reimar  segir að greinilegt sé að Bára hafi verið með einbeittan ásetning til leynilegrar upptöku, þar sem hún hafi tekið með sér ferðamannabæklinga til að lesa, en Bára hafði áður greint frá því að hún hafi þóst lesa slíka bæklinga meðan hún tók upp á Klaustri bar, til þess að láta lítið á sér bera:

„Allt þetta gefur til kynna að þegar varnaraðili kom á Klaustur hafi hún komið þangað með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl sóknaraðila. Hún hafi gengið fumlaust til verka. Hún hafi haft meðferðis bæklinga sem hún notaði sem yfirvarp og búnað sem hentaði til verksins. Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukkustundir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum,“

segir Reimar í kærunni, sem Stundin hefur undir höndum.

Auðvitað er þetta ekki þannig

Bára sagði við Eyjuna í morgun að hún hefði einfaldlega gripið með sér bæklinginn á leið sinni inn á Klaustur bar, en þeir eru fáanlegir við hliðina á barnum, þar sem hótelið er staðsett og hló þegar blaðamaður spurði hana hvort um einbeittan ásetning hafi verið að ræða hjá henni og þær sögur sem gengið hafa um að hún hafi markvisst stundað Klaustur bar til þess eins að sæta færis þegar þingmenn töluðu af sér:

„Nei, þeir eru bara að reyna að búa til eitthvað samsæri sem gæti hugsanlega réttlætt hörkuna og hversu fast þeir virðast ætla að sækja þetta mál, því það myndi líta betur út fyrir þá ef þetta væri raunin. En auðvitað er þetta ekki þannig.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun