fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Almenningi gæti verið skylt að taka upp samtal embættismanna

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklu máli skiptir að samtal þingmannanna sem var uppljóstrað af Báru Halldórsdóttur hafi átt sér stað á opinberu veitingahúsi. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögfræðinga Báru, í kvöldfréttum RÚV.

Bára hefur verið boðuð fyrir héraðsdóm og verður málið tekið fyrir á mánudag í Héraðsdómi Reykjavíkur, dómhúsinu við Lækjartorg. Ekki er um kæru að ræða heldur beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Í ljósi atburða hefur Bára ráðið tvo lögmenn, þau Ragnar og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur héraðsdómslögmann, sem segja það vera mjög sérstakt hvernig hún var boðuð fyrir héraðsdóm.

Að sögn Auðar á mál eins og Báru engin íslensk fordæmi, hins vegar hafi Mannréttindadómstóll Evrópu dæmt slík mál. Ragnar bætir við að þónokkur tilvik hafi komið upp þar sem talið er að ríki hafi brotið gegn tjáningarfrelsi uppljóstrara með því að beita þá refsingu.

„Þetta eru kjörnir þingmenn sem tala saman og tala með þeim hætti að það er spurning hvort almenningur hafi ekki átt rétt á því að vita um hvað þeir töluðu og hvernig þeir töluðu,“ segir Ragnar. „Jafnvel spurning hvort það hafi verið skylt þeim sem heyrðu þetta að upplýsa fjölmiðla og láta þá fjölmiðla taka málið áfram eða láta það niður falla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins