fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Miðflokksþingmenn fengu sér lögmann og kröfðust úrræða frá Persónuvernd

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. desember 2018 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu að sumbli á Klaustur bar, fengu sér lögmann sem hafði samband við Persónuvernd og krafðist þess að stofnunin rannsakaði hver hefði staðið að leynilegu hljóðupptökunni. RÚV greinir frá.

„Þar var þess krafist að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hafi staðið að þeirri hljóðupptöku sem átti sér stað þriðjudaginn 20. nóvember síðastliðinn sem og að viðeigandi úrræðum yrði beitt gagnvart hluteigandi,“

segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.

Um sólarhring síðar gaf Bára Halldórsdóttir sig fram sem uppljóstrarinn frá umræddu kvöldi. Greindi Persónuvernd lögmanni fjórmenninga Miðflokksins frá því og óskaði svara eftir hvort þingmennirnir færu fram á að stofnunin beitti valdheimildum sínum og ef svo, þá hverjum.

Ekki hefur borist svar við þeirri fyrirspurn ennþá. Á samfélagsmiðlum hafa margir sagt að það væri pólitísk sjálfsmorð fyrir Miðflokkinn að sækja Báru Halldórsdóttur til saka fyrir upptökuna, en sjálf hefur hún ekki sagst hrædd við slíkt, hún sé stolt af gjörðum sínum.

Þetta þýðir að Miðflokksþingmennirnir fjórir, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður, Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, höfðu hafið undirbúning að því að fara með málið fyrir dómstóla, hvað sem síðar verður.

Helga segir við RÚV að fjögur erindi hafi borist frá almenningi vegna Klausturmálsins, en tekin verður ákvörðun um það á stjórnarfundi hvort Persónuvernd taki upptökuna formlega fyrir og taki afstöðu til málsins.

„Í ljósi þess hvernig þetta mál er, þá er eðlilegt að það komi einhverskonar afstaða frá Persónuvernd í því. Það erindi sem kom til okkar gekk út frá því að það yrði þá skoðað í ljósi þess að það er stjórnarskrárákvæði um friðhelgi einkalífs. Það er eðlilega ákveðin ákvæði í persónuverndarlögum sem gætu verið er til skoðunar,“

segir Helga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi