fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þorsteinn ósáttur við sinn gamla vinnustað: „Morgunblaðið hefur tekið sér stöðu sem sérstakt málgagn ríkisstjórnarinnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir illa komið fyrir sínum gamla vinnustað, Morgunblaðinu. Ástæðan er frétt miðilsins um nýsamþykkt fjárlög á Alþingi í dag, hvar fyrirsögnin er „Ábyrg sóknarfjárlög“.

Þorsteinn segir að Morgunblaðið sé ekki lengur hlutlaust:

„Hart var deilt á ríkisstjórnina við afgreiðslu fjárlaga enda margt þar að gagnrýna. Fjöldi þingmanna kvaddi sér hljóðs við atkvæðaskýringar við lokasamþykkt þeirra en þessi var sú eina sem hlaut náð fyrir augum mbl.is. Ég hef nokkuð lengi verið hugsi yfir þróuninni hjá Morgunblaðinu hvað varðar vandaðan og hlutlausan fréttaflutning. Þegar horft er á umfjöllun blaðsins um veiðigjöld og fjárlög þessarar ríkisstjórnar blasir við að hér er ekki lengur um hlutlausan fjölmiðil að ræða. Morgunblaðið hefur tekið sér stöðu sem sérstakt málgagn ríkisstjórnarinnar. Það kemur kannski ekki á óvart þegar skoðað er hverjir ritstjórar og eigendur blaðsins eru. Mér þykir hins vegar illa komið fyrir mínum gamla vinnustað.“

Fyrirsögnin sem Þorsteinn vísar í, er tilvísun í orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem mælti:

„Þetta eru sókn­ar­fjárlög sem við af­greiðum í dag, sókn­ar­fjárlög sem byggja á traustri stöðu rík­is­sjóðs en mæta um leið þeim þörf­um og vænt­ing­um sem uppi voru eft­ir síðustu kosn­ing­ar.“

Þá er nefnt í fréttinni að Katrínu hafi þótt „kúnstugt“ að heyra stjórnarandstöðuna tala um að ekki sé verið að byggja upp samfélagslega innviði, þar sem ríkisstjórnin sé að gera miklu meira en lofað var fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun