fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Velferðarráðuneytið lagt niður

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. janúar 2019 taka til starfa ný ráðuneyti heilbrigðismála og félagsmála við uppskiptingu velferðarráðuneytisins sem verður lagt niður frá sama tíma. Þingsályktunartillaga um breytta skipan ráðuneyta var samþykkt á Alþingi í gær.

Stjórnarmálefni velferðarráðuneytisins munu að mestu skiptast á milli heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með sama hætti og þau skiptast nú á milli heilbrigðisráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra samkvæmt gildandi forsetaúrskurði nr. 85/2017 um skiptingu starfa ráðherra. Það sem breytist frá gildandi forsetaúrskurði er að jafnréttismál flytjast til forsætisráðuneytis og málefni mannvirkja sem nú heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið flytjast til félagsmálaráðuneytisins. Embættistitill félags- og jafnréttismálaráðherra breytist og verður félags- og barnamálaráðherra. Markmiðið með breyttum embættistitli er að undirstrika aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna og  ungmenna.

Við uppskiptingu velferðarráðuneytisins  hefur m.a. verið horft til þess hve stórt það er. Ábyrgð þess nær til tíu af þeim 34 málefnasviðum sem skilgreind eru í fjármálaáætlun stjórnvalda, sum þeirra eru mjög stór og umsýsla ráðuneytisins tekur til rúmlega helmings af öllum útgjöldum A-hluta ríkissjóðs. Mat stjórnvalda er að með uppskiptingunni megi tryggja markvissari forystu og stjórnsýslu í málaflokkum hvors ráðuneytis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki