fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Segir afsakanir Sigmundar tilbúning og rökleysu: „Hef ég veru­legar áhyggjur af því að þér sé yfir höfuð falið opin­bert vald“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins, skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á Kjarnanum í dag. Endar hún bréfið á þremur áleitnum spurningum er tengjast ummælum hans í Klaustursupptökunum.

Hún gefur lítið fyrir þær afsakanir sem Sigmundur hefur notað í kjölfar frétta af Klaustursmálinu og segir rök hans fyrir að segja ekki af sér, engan veginn ganga upp, en Sigmundur sagði að ef allir þeir þingmenn sem hefðu talað með slíkum hætti þyrftu að segja af sér, yrði þingið óstarfhæft, þar sem svo fáir þingmenn yrðu eftir:

„Sé það rétt sem þú segir að Alþingi Íslend­inga yrði „óstarf­hæft“ ef orð þing­manna okkar yrðu gerð opin­ber má gefa sér að á þing­inu hafi safn­ast ein­hvers konar „sori þjóð­ar­inn­ar“. Nýjar skoð­ana­kann­anir gefa til kynna að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­inn­ar, eða u.þ.b. 90%, vill að þið sem voruð þátt­tak­endur í þessu sam­tali segið af ykkur þing­mennsku. Ástæða þess­arar óvana­legu afger­andi nið­ur­stöðu er ein­föld: Sam­talið sam­ræm­ist ekki almennri sið­ferð­is­vit­und fólks­ins í land­inu. Mér þykir sú töl­fræði, að nær allir á þingi til­heyri þeim 10-15% lands­manna sem telja að slíkt tal eigi ekki að valda afsögn – í sann­leika sagt – afar ólík­leg og held að lang­flest­ir, sem slíkar full­yrð­ingar heyra, hafni þeim sem bæði röngum og ósönn­uð­um. Það hefur svo einnig komið fram með skýrum hætti af hálfu sam­starfs­fólks þíns á Alþingi sem hefur sagt opin­ber­lega að þessi full­yrð­ing þín eigi ekki við rök að styðj­ast.“

Afsakanir tilbúningur einn

Katrín segir að skýringar Sigmundar séu tilbúningur til þess fallinn að annaðhvort drepa málinu á dreif, eða að hóta með óbeinum hætti samstarfsfólki sínu um að hann muni upplýsa um það sem hann hafi heyrt það segja í gegnum tíðina. Þá segir hún það versta við rökstuðning Sigmundar vera hyldjúpa hugsunarvillu:

„Það sem mér finnst allra verst við ofan­greindan rök­stuðn­ing þinn er hins vegar það sem ég vil nú koma að og felur í sér hyl­djúpa hugs­ana­villu. Þú virð­ist telja (og ég hef heyrt þig nota svipuð rök áður) að ef ein­hver aðili í sam­bæri­legri stöðu og þú sjálfur hefur áður hegðað sér með hætti sem er ámæl­is­verður þá verði það til þess að þér sé sjálfum heim­ilt að gera slíkt hið sama. Ef þetta er raun­veru­leg ástæða þess að þú hefur ekki svo mikið sem íhugað að stíga til hliðar sem þing­mað­ur, þá hef ég veru­legar áhyggjur af því að þér sé yfir höfuð falið opin­bert vald. Þetta segi ég í allri ein­lægni.“

Engin virðing fyrir lögum og reglum

Þá telur Katrín upp þau tilfelli þar sem henni þykir Sigmundur hafa sýnt af sér hegðun sem gefi til kynna að hann beri ekki sérlega mikla virðingu fyrir lögum Alþingis. Nefnir hún til dæmis lélega mætingu Sigmundar, lögheimilisskráningu hans og Wintris-málið:

„Hér nefni ég í fyrsta lagi sem dæmi þá stað­reynd að þú hefur í gegnum tíð­ina gerst upp­vís að því að mæta afar illa í vinn­una sem þing­maður þrátt fyrir að þing­skap­ar­lög kveði skýrt á um að það sé þín lög­bundna skylda. Í öðru lagi skráðir þú lög­heim­ili þitt í öðru kjör­dæmi en þú hafðir fast aðsetur í, sem er brot á lög­heim­il­is­lög­um. Þú gafst, í þriðja lagi, ekki upp þá hags­muni sem fólust í helm­ings­eign á Wintris aflands­fé­lag­inu, sem þú hafðir með mála­mynda­gern­ingi fært yfir á eig­in­konu þína. Þú sagðir auk þess ósatt um tengsl þín við félagið í fjöl­miðla­við­tali, kannski vegna þess að með eign ykkar hjóna í félag­inu hafðir þú í raun setið báðum megin borðs­ins í samn­inga­við­ræðum sem vörð­uðu þjóð­ina afar miklu. Þetta eru bara dæmi af handa­hófi sem mér duttu í hug í dag.“

Þá nefnir Katrín að Sigmundur hafi staðfest í upptökunni orð Gunnars Braga Sveinssonar um „sendiherraspillinguna“ og sé því vitorðsmaður í fjórða lögbrotinu, sem sé misnotkun opinbers valds.

Hún segir rökstuðning Sigmundar hættulegan og rangan, út frá siðferðislegum og lögfræðilegum mælikvörðum:

„Dóm­stólar hafa margoft kveðið á um það að hafa beri að engu varnir í dóms­málum sem byggj­ast á því að sýkna skuli aðila á grund­velli þess að fjöl­margir aðrir aðilar hafi við­haft sam­bæri­lega hátt­semi og ákært er fyr­ir. Það þarf ekk­ert próf í rök­fræði til að skilja að ef þessi rök­stuðn­ingur er hald­bær væri aldrei hægt að ná fram­förum í sam­fé­lag­inu, því í honum felst að til þess að ámæl­is­verð hegðun hafi afleið­ingar þurfi að refsa öllum þeim sem mögu­lega hafa gerst sekir um slíka hegð­un. Þannig virkar rétt­ar­kerfið auð­vitað ekki, heldur sæta þeir refs­ingu sem hægt er að sanna að hafi fram­kvæmt ámæl­is­verða hluti. Líkt og við á um þig og vini þína á barn­um.“

Varstu að ljúga ?

Í lokin leitast Katrín svara við þremur spurningum sem hún beinir til Sigmundar:

  1. Varstu að ljúga þegar þú tókst undir orð Gunn­ars Braga um að til­tekin skipun sendi­herra myndi þýða að hann ætti inni greiða hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um?
  2. Hvað meintir þú nákvæm­lega þegar þú sagðir um Lilju Alfreðs­dótt­ur: „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karl­menn eins og kven­fólk kann?“
  3. Í sím­tali þínu til Freyju Har­alds­dótt­ur, bar­áttu­konu fyrir mann­rétt­ind­um, útskýrðir þú að það sem þú meintir þegar þú sagðir að Gunnar Bragi hefði sér­stakan áhuga á Freyju væri sú stað­reynd að póli­tískar skoð­anir Freyju færu mjög í taug­arnar á Gunn­ari. Hvaða skoð­anir Freyju eru það sem þér er kunn­ugt um að fari í taug­arnar á Gunn­ari?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið