fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Kolbrún segir afsökunarbeiðni ekki nóg: Alvarlegt trúnaðarbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 16:10

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er afar slegin yfir fréttum í tengslum við leyniupptöku af drykkjusamsæti nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Varðandi ummæli þingmanna Flokks fólksins á upptökunum, þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þá dregur Kolbrún mjög í efa að einföld afsökunarbeiðni dugi til að bæta fyrir þau brot. Á upptökunni heyrist Karl Gauti Hjaltason segja: „Ólafur er örugglega sammála mér að Inga Sæland getur þetta ekki.“ Ólafur Ísleifsson hreyfir þar engum mótmælum.

Varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, Guðmundur Ingi Kristjánsson, segir að allir þingmennirnir sem voru þarna samankomnir eigi að segja af sér. Sjá frétt DV. Aðspurð hvort hún sé sammálu þessu segir Kolbrún:

„Það er stjórnarfundur hjá okkur á eftir og ég vil heyra hvað Inga og aðrir flokksmenn segja áður en ég gef út slíkar yfirlýsingar. Það er formannsins að meta hvernig beri að bregðast við þessu en ef ég á að setja mig í hennar spor þá er alveg ljóst frá mínum sjónarhóli að einföld afsökunarbeiðni dugar engan veginn til. Þetta er mjög alvarlegt trúnaðarbrot gegn formanninum, það sem þarna er sagt og trúnaðarbrot sveiflast ekki yfir í traust með einfaldri afsökunarbeiðni,“ segir Kolrbrún.

Kolbrún segir að ölvun dugi ekki sem afsökun fyrir þessari hegðun: „Er ekki líka sagt að öl sé innri maður? Það sem ég hef heyrt og lesið af þessu finnst mér lýsa mikilli kvenfyrirlitningu og þetta snýst ekki bara um þessar konur sem þarna er rætt um. Ég sem kona upplifi þetta sem árás. Mér finnst þetta lýsa líka svo sorglegum viðhorfum og ég hélt við værum komin lengra en þetta.“

Lömuð yfir Gunnari Braga: „Hvað býr innra með þessum einstaklingi?“

Kolbrún segist vera mjög slegin yfir framferði og ummælum Gunnars Braga, þingmanns Miðflokksins, á upptökunum. Ekki síður var henni þó misboðið er hún hlustaði á viðtal við Gunnar Braga í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann útskýrði hegðun sína:

„Ég var að keyra á meðan ég hlustaði á útvarpi og ég  bara missti kjálkana, ég varð gapandi af undrun. Ég var sem lömuð og hugsaði með mér: Hvað býr eiginlega innra með þessum einstaklingi. Hann sló í og úr og það skorti alla einlægni í iðrun hans. Við gerum öll mistök en jesús minn almáttugur, þessi hegðun er svo fyrir neðan allar hellur. Við stjórnmálamenn, sem fólkið í landinu hefur valið til ábyrgðar, við eigum að vera fyrrimyndir. Og þessi maður var utanríkisráðherra!“

Mjög slegin yfir ruddalegu gríni Gunnars Braga um Friðrik Ómar

Einna verst af þessu öllu fellur Kolbrúnu fordómar gegn samkynhneigð sem virðast vera tjáðir á upptökunum. Gunnar Bragi kom þar með sérkennilega líkingu þar sem hann talaði um „smjörið á smokknum hans … þarna … Friðriks Ómars.“

Kolbrúnu finnst þetta vera ákaflega ljótt og þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar og mjög góður vinur hennar í dag er samkynhneigður tekur hún þetta til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn