fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Samansafn af húsum sem brunnu eða voru rifin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessu gamla póstkorti frá Reykjavík er mikið samansafn af horfnum húsum.  Litirnir eru dálítið skrítnir, myndin er greinilega handlituð eftir á. Hún er tekin snemma á 20. öld – væntanlega fyrir um 100 árum. Maður myndi veðja á að ljósmyndarinn hafi staðið í turni gömlu Skökkvistöðvarinnar. Hann leit svona út stuttu eftir að stöðin var tekin í notkun 1913.

 

 

Á myndinni er horft yfir Vonarstræti og norðurenda Suðurgötu og Tjarnargötu. Í raun má segja að þetta hafi allt orðið eyðileggingu að bráð nema einstaka hús sem fékk að standa, náðist ekki að rífa.

Þarna sést Uppsalir, stórhýsið á horni Aðalstrætis og Túngötu. Það var rifið í fullkomnu tilgangsleysi á sjötta áratugnum, þá átti að rýma fyrir bílagötu sem átti að liggja þvert í gegnum gamla bæinn. Svona litu Uppsalir út undir það síðasta,að sönnu orðnir nokkuð hrörlegir. Þarna var lengi bílastæði uns byggt var hótel sem minnir í forminu á Uppsali, en þó á undarlega klasturslega hátt.

 

 

Suðurgata 7 er fremst á myndinni. Síðast var þar rekið sögufrægt gallerí, en svo var húsið flutt í Árbæjarsafn. Þar er það ásamt öðrum gömlum húsum sem aldrei hefði átt að flytja. En hugmyndin var sú að geyma sýnishorn af gömlu byggðinni uppi á holti lengst fyrir utan bæinn í staðinn fyrir að leyfa húsunum að standa áfram í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta er nokkuð andstætt þeim hugmyndum sem nú eru ríkjandi – sem betur fer. Mætti jafnvel hugsa sér að menn færu að flytja húsin á Árbæjarsafni aftur niður í bæ.

Herkastalinn er þarna, áður en byggt var ofan á húsið. Hann var tekinn í notkun 1916, reistur eftir teikningum Einars Erlendssonar húsameistara sem setti mikið mark á Reykjavík. Nú er lítið líf í Herkastalanum. Hjálpræðisherinn er fluttur í efri byggðir, burt frá sollinum þar sem hann starfaði lengstum, en fasteignafélag hefur keypt húsið. Líklega var ætlunin að setja upp hótel, en manni sýnist að þurfi að gera miklar breytingar á húsinu til að það geti orðið að lúxusgistingu í staðinn fyrir hið fábrotna gistihús sem þarna hefur lengstum verið. Svona leit Herkastalinn út þegar verið var að stækka hann 1930.

 

Við sjáum bakhliðar húsa sem enn standa, það eru stóru húsin meðfram Kirkjustræti þar sem Alþingi hefur nú skrifstofur. Annað þeirra var áður Hótel Skjaldbreið. Það var sögufrægt – til dæmis kunni Bragi Kristjónsson að segja ýmsar sögur þaðan, gott ef hann var ekki næturvörður þar. Þessi furðulega frásögn úr vikunni segir frá lífinu á og við Hótel Skjaldbreið 1959.

 

 

Flest önnur hús sem sjást þarna framarlega á myndinni eru bak og burt. Mörg kannast maður ekkert við – þau voru farin fyrir mína tíð og komin önnur í staðin nema þar sem voru skilin eftir bílaplön. Margir munu þó kannast við litla rauða húsið sem stendur aðeins til hægri á myndinni, á spottanum í Tjarnargötunni milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Þar höfðu AA-samtökin félagsheimili um nokkurt skeið og sjálfsagt einhverjir lesendur sem muna eftir að hafa sótt fundi þar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki