fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Getur verkalýðshreyfingin sett lífeyrissjóðina í verkfall eins og Ragnar Þór leggur til?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 23:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld var fjallað um verkalýðsmálin og komandi kjaradeilur. Fyrir svörum sátu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Það kom ýmislegt fróðlegt fram þarna, flest hefur þó heyrst áður. Sólveig Anna talaði um stéttabaráttu, Drífa talaði um nauðsyn á aðkomu ríkisins en Ragnar talaði meðal annars um lífeyrissjóði.

Eitt í málflutningi hans vakti sérstaka athygli. Ragnar veltir fyrir sér hvort verkalýðsfélögin geti beitt lífeyrissjóðunum í kjarabaráttunni – með því beinlínis að setja þá í verkfall?

„Við erum líka aðilar að íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Við erum að borga hátt í 20 milljarða á ári í umsýslukostnað inn í fjármálakerfið. Og af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, sem að, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“

Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða, er ekki hrifinn af þessum orðum Ragnars og skrifar á Facebook.

„Þessi ummæli Ragnars finnst mér með ólíkindum og reyndar út í hött.  Að skrúfa fyrir allar fjárfestingar lífeyrissjóðanna er auk þess brot á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Látum lífeyrissparnað fólks í friði.“

Í sama streng tekur Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins. Hann telur að sumt sem Ragnar segir um lífeyrissjóðina gangi þvert á löggjöf um starfsemi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki