fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Jón Baldvin: „Takist þeim þetta, verður Ísland endanlega orðið að bananalýðveldi í suður-amerískum stíl“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, sem var utanríkisráðherra þegar EES-samningurinn var innleiddur hér á landi, varar við innleiðingu þriðja orkupakkans í viðtali við Viljann. Segist hann aðspurður um þá leið Framsóknar, að hafna innleiðingu og óska eftir undanþágu frá sameiginlegum orkumarkaði EES, að vandinn felist í því að ekki séu öll kurl komin til grafar:

 „Meðan ekki er sæstrengur, stöndum við einfaldlega fyrir utan orkumarkað Evrópu. Í núinu er þetta mál okkur því óviðkomandi. En handan við hornið eru fjárfestar, erlendir og innlendir samstarfsmenn þeirra, sem eygja mikla gróðamöguleika í gegnum sæstrenginn.“

Jón Baldvin segir að leikurinn gæti tapast, ef lagður verði sæstrengur, líkt og hugmyndir eru uppi um:

 „Með sæstrengnum tengjumst við orkumarkaði Evrópu og lútum hans regluverki og stjórnsýslu. Þá er hætt við, að eftirleikurinn sé tapaður. Þá snýst málið um orkufyrirtæki  í framleiðslu og dreifingu í ríkisrekstri með ráðandi markaðshlutdeild –  gegn kröfunni um einkavæðingu.“

Sjálfstæðisflokkurinn skrattinn holdi klæddur

Jóni Baldvin hrýs hugur við því að öfl innan Sjálfstæðisflokksins sjái gróðavon í sæstreng:

„Í einkavæðingunni felst gróðavon fjárfestanna. Það væri algerlega andstætt íslenskum þjóðarhagsmunum og hagsmunum almennings. Þar liggur hundurinn grafinn. Ég veit, að innan Sjálfstæðisflokksins eru sterk öfl, sem eygja mikil gróðatækifæri í þessari einkavæðingu — eins og venjulega með því að öðlast skylduáskrift að tekjum almennings. Enn sem komið er, eru þeir í felum. Þetta er þeirra aðal gróðavon: síminn, fjarskiptin, orkan, vatnið, fiskurinn og þannig mætti áfram telja. Takist þeim þetta, verður Ísland endanlega orðið að bananalýðveldi í Suður-amerískum stíl — verstöð í eigu nokkurra auðklíkna og undir þeirra stjórn. Það er of mikil  áhætta að rétta þeim litla fingurinn, með því að innleiða pakkann nú og sjá svo til með sæstrenginn seinna. Sá sem réttir Skrattanum litla fingurinn, missir venjulega höndina. Ríkisstjórnin er vafalaust undir ofurþrýstingi frá Norðmönnum um að spilla ekki norskum þjóðarhagsmunum í þessu máli. Þeir fara ekki saman við íslenska þjóðarhagsmuni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina