Miðvikudagur 22.janúar 2020
Eyjan

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm undirverktakar hjá Strætó bs. telja sig hafa orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni og muni verða fyrir frekara tjóni vegna ítrekaðs framsals á samningi um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó. Verktakarnir telja að framsal á samningi úr þrotabúi Prime Tours til Far-vel á dögunum sé ólögmætt og skaðabótaskylt á sama hátt og þegar samningurinn var framseldur frá Kynnisferðum til Prime Tours.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að verktakarnir fimm telji sig hafa orðið af hundruðum milljóna vegna þessa. Þeir unnu að hluta til mál fyrir kærunefnd útboðsmál 2015 vegna rammasamnings sem var framseldur frá Kynnisferðum til félags sem fékk síðar nafnið Prime Tours. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Strætó væri skaðabótaskylt gagnvart kærendum vegna ólögmæts framsals á samningnum.

Fréttablaðið segir að þrátt fyrir útskýringar skiptastjóra Prime Tours ehf í Fréttablaðinu um að eðlileg viðskipti hafi verið að ræða með eignir þrotabúsins og ekki hafi verið um kennitöluflakk að ræða segja verktakarnir berum orðum að kennitöluflakk eigi við í þessu máli.

„Við teljum þetta bera skýrt og augljóst merki um kennitöluflakk sem gerir þetta framsal til Far-vel einnig ólögmætt og skaðabótaskylt.“

Ef haft eftir þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

„Stefnir í átök Ragnars Þórs og Gunnars Smára“

„Stefnir í átök Ragnars Þórs og Gunnars Smára“
Eyjan
Í gær

Þegar stóð til að rífa stóran hluta af gömlum húsum á Laugavegi – stuttu fyrir hrun

Þegar stóð til að rífa stóran hluta af gömlum húsum á Laugavegi – stuttu fyrir hrun
Eyjan
Í gær

Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu

Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“