fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Samskiptamiðlar drepa hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. október 2018 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ekki svo mörgum árum var talað um þjóðaratkvæðagreiðslur sem lausn á ýmsum vanda og aðferð til að greiða úr deilumálum. Tillögur stjórnlagaráðs um nýja íslenska stjórnarskrá tóku mið af þessum tíðaranda – og svo héldum við Íslendingar tvær þjóðaratkvæðagreiðslur vegna Icesave.

Bretar greiddu atkvæði og ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu.

En ljóminn hefur fari af þjóðaratkvæðagreiðslum. Ástæðan er einföld – menn sáu ekki fyrir hvernig samskiptamiðlar myndu þróast. Á örfáum árum hafa þeir gerbreytt allri pólitískri umræðu. Þá erum við ekki bara að tala um falskar fréttir – sem eru ærin ástæða til að hafa áhyggjur og óeðlileg afskipti af skoðanamótun á netinu. Hitt er líka vandamál að algoriþmar velja ofan í okkur veruleika okkar á netinu – þar get ég í raun lifað í allt annari veröld en þú, kæri lesandi.

Stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnórsson var í fróðlegu viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem hann fjallaði meðal annars um þessi mál. Hann sagði meðal annars:

„Upplýst umræða á verulega undir högg að sækja. Lýðræðið á undir högg að sækja vegna þróunar upplýsingatækninnar. Það er bara svo alvarlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki