fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Drífa segir fólk þola meira launabil nú en áður – Sér fyrir sér kerfi þar sem þeir hæst launuðu græði á að hækka lægstu launin

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 7. október 2018 19:00

Drífa Snædal Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sér fyrir sér að verkalýðshreyfingin geri þá kröfu að launadreifing innan fyrirtækja verði gerð skil í ársreikningum. Drífa gefur kost á sér til forseta ASÍ í kosningum sem fara fram í lok mánaðarins. Hún segir í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV að hún vilji að stórir vinnustaðir setji sér starfskjarastefnu þannig að hæst launuðu starfsmennirnir hafi ávinning af því að hækka lægstu launin.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs sagði í viðtali nýverið að það væri stærðfræðileg staðreynd að láglaunafólk verði með hærri laun en forstjórar ef núverandi launaþróun héldi áfram. Drífa sér það ekki gerast. „Ég held að ég geti alveg staðfest það að launabil á milli verkamanna og forstjóra fyrirtækja hefur aukist mjög mikið ef við skoðum síðustu fimmtíu árin. Ég er með tölur frá Norðurlöndunum þar sem bilið hefur margfaldast, þetta er eitthvað sem ég sé fyrir mér að ASÍ geri, að útbúa skýrslur aftur í tímann um launabil innan fyrirtækja.“

Hún segir að þolið gagnvart launabili, það er hversu margföld laun þeir hæstlaunuðu eru með samanborið við þá sem hafa lægstu launin innan sama fyrirtækis eða stofnunar, hafi aukist verulega síðustu þrjá áratugi. „Við sjáum það bara með því að skoða gamlar umræður þar sem talað var um að enginn ætti að vera með meira en tvisvar eða þrisvar sinnum hærri laun en einhver annar. Núna er líka launabil innan ríkisins að aukast mjög mikið. Mér þætti mjög áhugavert að sjá úttektir á stórum vinnustöðum eins og Háskóla Íslands og Landspítalanum. Ég vil að umræðan þróist í þá átt að stórir vinnustaðir og launagreiðendur geri sér starfskjarastefnu um hvað sé ásættanlegt launabil.“

Hvernig sérðu slíkt verða að veruleika?

„Við getum gert þá kröfu að þessu verði gerð skil í ársreikningum fyrirtækja, hvernig launadreifingin sé. Mér finnst eðlilegt að þeir sem selji vinnuna sína viti hvernig launin dreifast á sínum vinnustað.“

Tekur hún sem dæmi einhvern með 400 þúsund krónur í mánaðarlaun í fullu starfi hjá fyrirtæki þar sem framkvæmdastjórinn er með rúmar tvær milljónir í mánaðarlaun. „Það er fimmfalt launabil. Er það eðlilegt? Segjum sem svo að það væri svo sett starfskjarastefna þar sem kveðið er á um ferfalt launabil, þá hefðu hæst launuðu starfsmennirnir ávinning af því að hækka lægstu launin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar