fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Drífa vill Karlaathvarf: „Hugmyndaflugið er alveg endalaust þegar kemur að því að stela peningum og vinnuframlagi fólks“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 6. október 2018 09:00

Drífa Snædal Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sér talsverð líkindi milli þess að starfa hjá Kvennaathvarfinu og innan verkalýðshreyfingarinnar. Drífa gefur kost á sér til forseta ASÍ í kosningum sem fara fram í lok mánaðarins. Hún segir í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV að það sé svakalegt að taka á móti einhverjum sem hefur lent í ofbeldi á íslenskum vinnumarkaði.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Málin sem rata inn á borð verkalýðshreyfingarinnar eru margvísleg. Það heyrist á Drífu að hún hefur reynt að aðstoða marga sem hafa lent í mjög slæmum aðstæðum, aðstæðum sem margir Íslendingar eiga erfitt með að ímynda sér að eigi sér stað í okkar samfélagi. „Þessi heimur getur verið ógeðslegur og mannfyrirlitningin algjör. Þetta er eitt af mínum hjartans málum, að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði því hún hefur ógeðslegar birtingarmyndir,“ segir Drífa og hikar. „Við verðum að átta okkur á því að fólki virðist vera svo sama um náungann. Fólk er kannski að vinna hlið við hlið; Íslendingur sem veit allt um sín réttindi og skyldur, eins og Íslendingar eru góðir í, og útlendingur sem er nánast þræll. Þræll sem fær ekki útborgað og þarf að vinna við óboðlegar aðstæður. Það þarf að virkja alla til vitundar um hver það er sem þrífur eftir þig skítinn. Það er ótrúlegur subbuskapur sem viðgengst á íslenskum vinnumarkaði.“

Á þetta mest við um útlendinga?

„Útlendinga og ungt fólk, en sérstaklega útlendinga, þar sem þeir þekkja ekki réttindi sín og skyldur. Stundum eru þeir hræddir við stéttarfélagið og lögregluna, koma kannski frá landi þar sem þetta er hvort tveggja spillt. Við höfum mörg dæmi þess að fólki hefnist fyrir að fara í stéttarfélagið, rekið í kjölfarið eða eitthvað. Það er mjög auðvelt að misnota fólk. Þetta er okkar daglega barátta að koma upplýsingum áleiðis til fólks.“

Leiðirnar til þess að misnota aðstöðu og þekkingarleysi fólks eru margar. Ný leið sem Drífa segir að sé að ryðja sér til rúms hér á landi virkar heiðarleg á yfirborðinu og til þess að hún virki þarf marga aðila og mikið fjármagn. „Þetta er svakalegt. Það eru gerðir ráðningarsamningar, gefnir út launaseðlar og allt það, en það er verið að hirða mestan hluta launanna í húsnæði, ferðir, líkamsræktarstyrki og alls konar. Það er bara verið að tína til alls konar kostnað til þess að ná peningunum aftur inn í fyrirtækið. Hugmyndaflugið er alveg endalaust þegar kemur að því að stela peningum og vinnuframlagi fólks.“

Til þess að vinna bug á þessu er verkalýðshreyfingin búin að byggja upp gott samstarf við lögregluna ásamt því að setja á laggirnar teymi til að kalla saman við sérstakar aðstæður. Vandinn er sá að kerfið er ekki búið að gera sér grein fyrir hvernig á að takast á við aðstæður fólk sem er nánast, eða hreinlega, þrælar. „Hingað kemur maður sem er með skráð lögheimili í sveitarfélagi sem hann hefur aldrei komið til og þá er kominn upp einhver ágreiningur upp hvaða félagsþjónusta í hvaða sveitarfélagi eigi að aðstoða hann. Á meðan er hann bara hérna og hefur engan stað til að sofa á.“

Drífa hefur áhugaverða lausn á slíku vandamáli. „Við þurfum að setja á laggirnar Karlaathvarf. Eða við getum viðurkennt að við byggjum okkar velsæld á því að misnota annað fólk. Ef við gerum það ekki þá þurfum við að gera eitthvað í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar