fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Björn Bjarna um lögbannsfrétt RÚV: „Loksins komst þessi punktur að hjá fréttastofu ríkisútvarpsins“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Björn Bjarnason hefur lengi skammast út í RÚV vegna fréttaflutnings þess, sem Björn telur á tíðum vera ósanngjarnan, þá sérstaklega í garð Sjálfstæðisflokksins og aðilum honum tengdum. Hann fagnaði þó í dag á Facebook, frétt RÚV um að lögbann Glitnis gegn Stundinni snerist hvorki um Bjarna Benediktsson, eða kosningarnar.

Í dag fór fram aðalmeðferð í staðfestingarmáli Glitnis HoldCO gegn Stundinni og Reykjavík Media vegna lögbanns sem Sýslumaðurinn í Reykjavík setti á áðurtalda fjölmiðla, vegna fréttaflutnings þeirra um viðskipti Bjarna Benediktssonar á árunum fyrir hrun, sem byggðar voru á gögnum úr Glitni.

Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media neituðu í dag að upplýsa um hvernig þeir hefðu komist yfir gögnin úr Glitni, sem innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans. Blaðamenn hafa sagt að fréttaflutningur þeirra beinist einungis að Bjarna og opinberum persónum, en lögmenn Glitnis eru ósammála þeirri fullyrðingu, þar sem ekki hafi verið gerð tilraun til að afmá upplýsingar sem birtust um óþekkt fólk, né gerð tilraun til þess að hafa samband við það. „Kröfur stefnenda hafa ekkert um forsætisráðherra fyrrverandi eða tímasetningu kosninga að gera,“ hafði RÚV eftir Ólafi Eiríkssyni, lögmanni Glitnis.

Björn Bjarnason fagnaði þessum fréttum RÚV á Facebooksíðu sinni í dag:

„Loksins komst þessi punktur að hjá fréttastofu ríkisútvarpsins. Þar hefur óteljandi sinnum verið gefið til kynna að lögbannið væri vegna Bjarni Benediktsson (ef.) og kosninganna. Upplýsingafalsanir birtast í ýmsum myndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn