fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Þandar taugar í verkó

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur, sem er sérfræðingur í sögu verkalýðshreyfingarinnar, telur að erfiðara verði fyrir andstöðuöfl að fella frambjóðanda stjórnarinnar í Eflingu en í VR. Hann byggir það á því að í VR hafi verið mikill órói lengi og tíð formannsskipti en í Eflingu hafi ríkt stöðugleiki.

Það er líklega ýmislegt til í þessu. Lýðræðið í verkó hefur líka verið svona og svona. Frægar voru frásagnirnar af Dagsbrúnarfundunum í tíma Guðmundar jaka þegar baráttufólk ætlaði að freista þess að láta raddir sínar hljóma. Þá voru til ýmis ráð til að þagga niður í því – stjórn félagsins hafði sína öruggu fundarmenn sem hægt var að kalla til.

En það er merkilegt að sjá hversu mikill órói hefur skapast vegna mótframboðsins í Eflingu. Maður hlýtur eiginlega að spyrja hvort í félögum eins og þessu sé lýðræði ekki nema til málamynda? Svo heiftarleg eru viðbrögðin við framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur.

Sólveig Anna hefur kannski ekki verið landsþekkt fyrr en núna, en hún hefur lengi tekið þátt í róttækum stjórnmálum og félagsmálum á vinstri væng. Hún var ein af níumenningunum sem voru dregnir fyrir dóm fyrir að ráðast á Alþingi árið 2008 – hópurinn var sýknaður. Hún hefur starfaði um tíma innan Vinstri grænna, að málefnum flóttafóks og hún hefur verið félagi í samtökum sem nefnast Attac.

Það verður að segjast eins og er að Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar til 18 ára, varð nokkuð á í messunni þegar hann leggur málið upp líkt og Sólveig sé strengjabrúða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, líkt og hann gerir í Morgunblaðinu í dag. Þetta er til marks um þandar taugar í þessu stóra stéttarfélagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sögulegur kjördagur í Kanada

Sögulegur kjördagur í Kanada
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt