
Páll Hreinsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, sem var skipaður forseti EFTA dómstólsins þann 14. nóvember, hóf störf sem slíkur þann 1. janúar síðastliðinn. Nær kjörtímabil hans til ársloka 2020. Páll var skipaður dómari við EFTA dómstólinn árið 2011, en helsta markmið dómstólsins er að leysa úr ágreiningsmálum um framkvæmd EES-samningsins.
Stjórnvöld EFTA ríkja sem aðild eiga að EES, Ísland, Noregur og Liechtenstein, skipa í stöður dómstólsins með skipun hæfnisnefndar, en ferlið er keimlíkt því ferli sem íslendingar þekkja varðandi skipun Hæstaréttardómara, ef frá er talin aðkoma dómsmálaráðherra.
Páll er fæddur árið 1963 og hefur gefið út 13 bækur og skrifað fjölda greina um lögfræði. Hann var deildarforseti lögfræðideildar Háskóla Íslands frá 2005-2007 áður en hann var skipaður Hæstaréttardómari frá 2007-20011. Þá var Páll formaður rannsóknarnefndar um bankahrunið, sem skipað var af Alþingi.