fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar Níelsson um fjölmiðlaskýrsluna: „Sjálfur mun ég ekki styðja aukin útgjöld í fjölmiðlarekstur“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir fjölmiðlaskýrsluna svokölluðu að umtalsefni sínu í stöðuuppfærslu á Facebook í dag.

„Nú er verið að ræða alvarlega að skattgreiðendur leggi til fjármuni til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nú þegar leggja skattgreiðendur til vel á fimmta milljarð í fjölmiðlarekstur. Að vísu fara allir þeir fjármunir í einn fjölmiðil. Sjálfur er ég ekki fráhverfur því að styrkja íslenskt menningarefni í ljósvakamiðlum. En af hverju það verður að gerast í gegnum einn miðil í eigu ríkisins verður sífellt erfiðara að skilja. Kannski voru einhvern tíma rök fyrir því en sá tími er löngu liðinn,“

segir Brynjar.

Í tillögum fjölmiðlanefndar er meðal annars kveðið á um endurgreiðslu á hluta af kostnaði sem til fellur framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, um allt að 25 prósentum, háð skilyrðum. Þá er einnig lagt til að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.

Brynjar segist  vilja styðja við fjölmiðlarekstur, en þá með þeim hætti að sambærileg fjárhæð verði dregin af útvarpsgjaldi RÚV, þannig að ekki verði ríkisútgjöld aukin með styrkingu fjölmiðla.

Leggur hann til að allt útvarpsgjaldið renni í sameiginlegan sjóð sem allir gætu sótt í til gerðar menningarefnis:

„Sjálfur mun ég ekki styðja aukin útgjöld úr ríkissjóði í fjölmiðlarekstur. Ef styðja á við einkarekna fjölmiðla verður að draga sambærilega fjárhæð frá útvarpsgjaldinu til ríkismiðilsins. Sjálfur teldi ég best að allt útvarpsgjaldið færi í sérstakan sjóð þar sem allir á markaði sem vildu búa til íslenskt menningarefni gætu sótt í.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum