fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Vernduðu almenningssvæði breytt í bílastæði fyrir Björgólf

Egill Helgason
Föstudaginn 26. janúar 2018 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa mynd birti Benedikt Erlingsson leikari á Facebook í dag. Hún er tekin ofan af Laufásvegi niður að Fríkirkjuvegi 11. Húsið fékk Björgólfur Thor Björgólfsson að kaupa og mun nú vera sestur að í því.

En þegar rætt var um kaupin á sínum tíma var mikið fjallað um gamla hestagerðið bak við húsið. Kom í ljós að það var orðið svo gamalt að ekki mátti hrófla við því. En nú má sjá að hliðið hefur verið brotið og stækkað til að koma bílum innfyrir.

Inni í hestagerðinu var sparkvöllur með mörkum og grasi gróin brekka.  Krakkar léku sér á vellinum, kynslóð eftir kynslóð, og veltu sér í grasinu í brekkunni.

Á tíma kaupanna var líka rætt um að almenningssvæðin kringum húsið ættu að halda sér. Benedikt og vinur hans. Hilmir Snær Guðnason, riðu á sínum tíma um bæinn á hestum til að vekja athygli á málinu:

Þeir eru svo elskulegir hjá Reykjavíkurborg. Nú hafa þeir greinilega leyft nágranna mínum að breyta almenningsgarði og eina leikvelli og sparkvelli hverfisins í bílastæði. Það voru reyndar höfðu um það mörg orð 2006 þegar Borgin seldi þetta hús að aðgengi almennings að gömlu hestaréttinni hans Thors Jensens yrði áfram óbreytt. Hestaréttin sem nú er orðin 112 ára var samt brotin í sumar svo að hægt væri að koma bílum á blettinn.

En þessi viðbrögð koma frá Gísla Marteini Baldurssyni sem sat í borgarstjórn á sínum tíma:

Þetta er algjörlega fáránlegt. Ef ég man þetta rétt, þá kom aldrei til greina að þetta almenningsrými myndi fylgja húsinu. Hvað þá að því yrði breytt í bílastæði. Tek hjartanlega undir þá kröfu á borgarfulltrúa að þeir stöðvi þetta rugl þegar í stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sögulegur kjördagur í Kanada

Sögulegur kjördagur í Kanada
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt