fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Samtök auglýsingastofa með dómsdagsspá hverfi RÚV af auglýsingamarkaði

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Samkvæmt tilkynningu frá stjórn SÍA, Samtaka íslenskra auglýsingastofa, gæti brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði  haft þær afleiðingar í för með sér, að sjónvarp yrði að jaðarmiðli, aukinn kostnaður yrði við rekstur RÚV og rekstur annarra sjónvarpsstöðva gæti versnað til lengri tíma, þar sem fjármagnið myndi leita til erlendra vefmiðla.

Sannkölluð dómsdagsspá fyrir rekstrarumhverfi fjölmiðla.

 

 

Í tilkynningunni segir:

Vegna umræðu sem nú er í gangi um hvort RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði, vill stjórn SÍA benda á eftirfarandi atriði:

Auglýsingar munu alltaf rata til þeirra sem þurfa á upplýsingunum að halda samkvæmt mati auglýsenda. Auglýsingabann hjá RÚV mun því ekki færa auglýsingafé til annarra sjónvarpsstöðva ef auglýsandi vill ná til þeirra sem horfa á RÚV. Eins og fram kemur í skýrslunni um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla má finna nýleg dæmi frá Evrópu (Frakklandi og Spáni) um það þegar auka átti markaðshlutdeild og tekjur einkarekinna sjónvarpsstöðva með því að skerða verulega eða taka alfarið ríkisfjölmiðla af auglýsingamarkaði. Orðrétt segir í skýrslunni: „Reynslan frá þessum ríkjum sýnir að þetta virtist ekki hafa haft þau jákvæðu áhrif á einkareknu sjónvarpsstöðvarnar sem til var ætlast.“

Hröð þróun hefur verið undanfarin ár í tilfærslu auglýsingafjár frá hefðbundnum miðlum, eins og sjónvarpi, yfir á netið. Undanfarin 2 ár hefur færsla auglýsingafjár verið sérstaklega mikil til erlendra netmiðla eins og Facebook og Google.Það er mat sérfræðinga sem vinna við að skipta niður auglýsingafé að ef RÚV færi af auglýsingamarkaði myndi sú leið að auglýsa í sjónvarpi skerðast mikið þar sem miklar líkur eru á að það fé sem annars hefði farið til RÚV endi að stórum hluta hjá erlendum netmiðlun. Breytingin myndi hugsanlega hafa þau áhrif að sjónvarp breytist úr leiðandi miðli í jaðarmiðil fyrir auglýsendur á fáum árum. Þar af leiðir að það sem fjölmiðlar og almenningur fá út úr breytingunni er aukinn kostnaður við rekstur RÚV fyrir skattgreiðendur, rekstur annarra sjónvarpsstöðva gæti jafnvel versnað til lengri tíma auk þess sem mun meira af birtingafé færist frá íslenskum fjölmiðlum til erlendra.

Stjórn SÍA varar því við slíkum breytingum nema að vel athuguðu máli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum