fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar hjólar í Kjarnann: Gömlu flokksblöðin voru hlutlausari

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að fjölmiðlar sem þurfi statt og stöðugt að minna á hvað þeir eru óháðir og hlutlausir, séu það síst allra. Vísar hann til fréttaskýringa Kjarnans um aukinn ójöfnuð og misskiptingu í íslensku samfélagi en í niðurlagi á nýjustu fréttaskýringunni kemur fram að virði verðbréfa í eigu Íslendinga hækkuðu um 23 milljarða að nafnvirði á árinu 2016. Þar af hækkuðu bréf ríkustu 10% þjóðarinnar um 21,8 milljarð.

En óháða og hlutlausa fjölmiðlinum fannst óþarfi að segja frá því að þessi verðbréf í eigu einstaklinga eru aðeins 12% af verðbréfaeign á Íslandi. Hin 88% eru í eigu almennings, ýmist í gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði. Svo má benda þeim á, sem eru með fréttaskýringar í óháðum og hlutlausum fjölmiðli, að einstaklingar sem lítið fé hafi á milli handanna eru sjaldan að gambla með það á verðbréfamarkaði.

segir Brynjar í pistli á Pressunni.

Segir hann að þeir sem hafi lítið fé á milli handanna hafi lært af reynslunni þegar kemur að fjárfestingum á markaði. Þess má þó geta að nýlega birti Kjarninn fréttaskýringu þar sem kom fram að íslenskir lífeyrissjóðir áttu 70% allra markaðsskuldabréfa og víxla og 41% skráðra hlutabréfa hérlendis á árinu 2016. Brynjar gefur lítið fyrir fjölmiðla sem segjast vera óháðir og hlutlausir:

Þeir fjölmiðlar sem statt og stöðugt þurfa að minna á hvað þeir eru óháðir og hlutlausir eru það síst allra. Held að gömlu flokksblöðin, sem við sem eldri erum munum eftir, hafi verið hlutlausari í fréttaskýringum sínum. Sjálfur sakna ég gamla Þjóðviljans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum