fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Rólegur tími hjá nýrri ríkisstjórn

Egill Helgason
Föstudaginn 19. janúar 2018 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli nokkur ríkisstjórn um langa hríð hafi lifað jafn rólega tíma í upphafi stjórnartíðar sinnar og sú sem settist að völdum 30. nóvember. Það hefur verið svolítill ófriður í kringum dómsmálaráðherrann, en að öðru leyti hefur varla ýft vind í pólitíkinni.

Líklega þarf að leita allt aftur til síðustu aldar til að finna dæmi um annað eins. Síðasti áratugur 20. aldar var Davíðstíminn á Íslandi, þá fannst manni um tíma eins og pólitíkin væri hætt. Þetta átti reyndar ekki bara við á Íslandi, tíminn frá 1992 og fram yfir aldamótin var gerólíkur hinum pólitíska veruleika eins og hann er í dag. Það var uppgangur, menn töluðu eins og vestrænt lýðræði og markaðshyggja hefðu sigrað endanlega.

Pólitískir fjaðurvigtarmenn eins og Bill Clinton, Tony Blair og Gerhard Schröder döfnuðu bara vel í þessu ástandi. Ein meginhugmyndin var líka sú, og mætti ekki mikilli andstöðu, að færa markaðnum helst öll völd.

Sú var líka hugmyndin hér á Íslandi.

Veruleikinn er allt annar í dag. Hið pólitíska umhverfi er allt miklu óstöðugra og í raun vandasamara fyrir þá sem fást við stjórnmál. Því skal samt spáð hér að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur geti siglt lyngnan sjó nokkuð lengi enn – nema eitthvað óvænt komi upp á. Maður veit auðvitað aldrei.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“