fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Viðskiptaráð: „Engin framtíðarsýn í frumvarpi til umferðarlaga“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 31. ágúst 2018 14:00

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn vegna fyrirhugaðs frumvarps til nýrra umferðarlaga. Í umsögn sinni segir ráðið að í drögum frumvarpsins sé ekki hugsað fyrir því að hér á landi verði innan tíðar svokallaðir sjálfkeyrandi bílar:

„Þetta veldur Viðskiptaráði nokkrum áhyggjum þar sem samanburðarlönd Íslands eru í óða önn að búa sig undir innreið sjálfkeyrandi bíla meðan hornsteinn íslenskrar umferðarlöggjafar til næstu áratuga er hljóður um þessi mál. Svíþjóð er nærtækt dæmi um hvernig má nálgast þessar tækniframfarir,“

segir í umsögninni og vísað er til skýrslu starfshóps á vegum sænska atvinnuvegaráðuneytisins:

„Ísland er því þegar orðið eftirbátur Svíþjóðar þegar kemur að tækninýjungum á sviði samgangna þar sem núgildandi lagarammi heimilar ekki prófanir á sjálfkeyrandi bílum. Verði frumvarp til nýrra umferðarlaga að lögum í óbreyttri mynd festir Ísland sig í sessi sem eftirbátur á þessu sviði.“

Viðskiptaráð leggur til að opnað verði fyrir prófanir á sjálfkeyrandi bílum, í takt við löggjöfina í Svíþjóð. Einnig, að gerð verði sameiginleg úttekt hjá hinu opinbera og atvinnulífinu, hvernig Ísland sé í stakk búið til þess að taka á móti þeim tæknibreytingum sem snerta málaflokkinn í náinni framtíð.

Gagnrýna útfærslur á takmörkun umferðar vegna mengunar

Í umsögninni eru útfærslur frumvarpsins gagnrýndar þegar kemur að heimildum til takmörkunar á akstri vegna mengunar. Er sagt að takmarkanir byggðar á oddatölum eða jöfnum tölum bílnúmera geti haft þveröfug áhrif og frekar mælt með rafrænum tollahliðum og rafrænni gjaldtöku:

„Í 2. og 3. mgr. 83. gr. frumvarpsins er sveitarstjórnum og Vegagerðinni veittar heimildir til að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á vegi eða svæði þar þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er talin á að svo verði. Ein þessara heimilda er að takmarka almenna umferð með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja. Viðskiptaráð fagnar því að horft sé til heilsuverndar í umferðarlögum en gerir athugasemdir við útfærsluna. Í rannsókn einni er er bent á að þessi nálgun hafi ekki endilega tilætluð áhrif, nefnilega að stuðla að því að mengun fari undir heilsufarsmörk, heldur gæti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Þá gætu efnameiri komist hjá banninu með því einfaldlega að eiga tvo bíla frekar en einn, annars vegar með bílnúmer sem endar á oddatölu og hins vegar með bílnúmeri sem endar á sléttri tölu. Önnur leið að þessu markmiði væri notkun rafrænna tollahliða (e. cordon road pricing) og rafrænni gjaldtöku fyrir ekna kílómetra til að draga bæði úr mengun og umferð á annatíma. Slíkar lausnir hvetja fólk ýmist til að fækka ferðum, stytta þær eða velja aðra ferðamáta þegar gjaldið er hærra. Reynsla Mílanborgar og Stokkhólms af gjaldtöku sem þessari sýndi fram á mun lægri loftmengun, með tilheyrandi ábata fyrir samfélagið allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?