fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson um 4% svigrúmið: „Verður það aldrei samþykkt og verkafólk er tilbúið að láta kné fylgja kviði“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 14:05

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir harðlega hið takmarkaða svigrúm sem Gylfi Zoëga gerir ráð fyrir til launahækkana í kjarasamningum, í skýrslu sinni til forsætisráðherra á dögunum, eða 4 prósent.

Vilhjálmur segir að slíkt verði aldrei samþykkt og að krafa verði gerð um róttækar kerfisbreytingar:

„Að halda það að samið verði um 4% til handa verkafólki sem tekur laun eftir lágmarkstöxtum er fásinna enda verður það aldrei samþykkt og verkafólk er tilbúið að láta kné fylgja kviði við að hækka launataxta sína þannig að þau dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar og það geti haldið mannlegri reisn. Enda er það lýðheilsumál að lagfæra og leiðrétta kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi.“

Hann nefnir að um lýðheilsumál sé að ræða, en viðurkennir að hægt sé að beita öðrum vopnum en beinum launahækkunum og nefnir kerfisbreytingar:

  • „Verkalýðsfélag Akraness vill kalla eftir róttækum kerfisbreytingum. Kerfisbreytingum þar sem hagsmunir almennings verði t.d. teknir framyfir hagsmuni fjármálakerfisins. Það er hægt að gera með því að lækka vexti, afnema verðtryggingu og taka húsnæðisliðinn út út lögum um vexti og verðtryggingu. Það er sorglegt að neytendur séu að greiða allt að 110 þúsund meira í vaxtakostnað á mánuði en í sumum af þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við.“
  • „Það verður líka að létta á skattbyrði á lág- og lægri millitekjuhópinn en rétt er að rifja upp að árið 1998 var t.d. ekki greiddur skattur af lágmarkslaunum en í dag þarf verkafólk á lágmarkslaunum að greiða um 52 þúsund krónur á mánuði í skatt. Það er verið að skattleggja fátækt á Íslandi sem er sorglegt.“
  • „Það er einnig rétt að vekja sérstaka athygli á því að uppundir 15 þúsund foreldrar hafa misst barnabæturnar sínar á liðnum árum, vegna þess að skerðingarmörk þeirra eru svo skammarlega lág en barnabætur hjá einstaklingi byrja að skerðast við 241 þúsund krónur sem er gjörsamlega galið. Þessu verður að breyta í komandi kjarasamningum þannig að skerðingarmörk barnabóta fari uppí allt að 350 þúsund hjá einstæðu foreldri eða 700 þúsund hjá sambúðarfólki.“
  • „Hins vegar blasir við að stærsta áskorun í komandi kjarasamningum verður að koma böndum á húsnæðismarkaðinn og nægir að nefna í því samhengi sú tryllta græðgisvæðing sem er að eiga sér stað á leigumarkaðnum sem hefur leikið lágtekjufólk gríðarlega illa. Enda liggur t.d. fyrir að leiguverð hefur hækkað um 86% frá árinu 2011 og núna er lágtekjufólki gert skylt að leiga tveggja til þriggja herbergja íbúðir á 200 til 300 þúsund á mánuði.“
  • „Það er ekki bara það að vaxtakostnaður og leigukostnaður hér á landi sé mörgum tugum þúsunda hærra en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við í hverjum mánuði heldur liggur einnig fyrir að fjögurra manna fjölskylda þarf að greiða um 80 þúsundum meira í matarinnkaup en neytendur á Norðurlöndum. Það er einnig rétt að geta þess að frá árinu 2010 hefur Orkuveita Reykjavíkur hækkað gjaldskrár sínar á heitu vatni um 80%“

Gagnrýnir orð hagfræðings Viðskiptaráðs

 „Það er eins og áður sagði lýðheilsumál að lagfæra kjör og auka ráðstöfunartekjur lágtekjufólks umtalsvert og það er hægt að gera það á fleiri vegu en með beinum launahækkunum.Það var því ömurlegt að sjá einn af lukkuriturum forréttindahópsins skrifa að hann hefði bara haft það „skrambi gott“ á lágmarkslaunum, en rétt er að geta þess að hér er um hagfræðing Viðskiptaráðs um að ræða.  Formaður félagins vill rifja það upp í þessu samhengi að hann átti orðið fjögur börn 27 ára og þurfti að framfleyta sér og sinni fjölskyldu á verkamannalaunum hér á árum áður og sá tími var svo sannarlega ekki „skrambi góður“ og það síður en svo enda kom það oft fyrir að mörgum dögum fyrir mánaðarmót að ekki voru til fjármunir fyrir nauðþurftum.  Þessi reynsla formanns hefur svo sannarlega hjálpað honum í því starfi sem hann gegnir í dag því það er mikilvægt að þekkja það af eigin raun að ná ekki endum saman frá mánuði til mánaðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn