fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ögmundur um hvort þjóðerni skipti máli varðandi jarðakaup: „Ég tel tví­mæla­laust svo vera“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. ágúst 2018 10:30

Ögmundur Jónasson Þingmaður frá 1995 til 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra Vinstri grænna, ritar pistil í Morgunblaðið í dag hvar hann fjallar um jarðakaup útlendinga hér á landi, en Ögmundur var einna háværastur í andstöðunni við fyrirhuguð kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum árið 2011, sem þáverandi innanríkisráðherra. Ekki löngu síðar var jörðin keypt af hinum Breska James Ratcliffe, sem í krafti búsetu sinnar innan EES svæðisins mátti það sem Nubo mátti ekki. Nú hefur Ratcliffe flutt til skattaparadísarinnar Mónakó, til að losna við skattgreiðslur.

Yfirskrift pistils Ögmundar er „En ef landeigandinn hefði heitið Kim?“ og þar kemst Ögmundur að því að brýnast væri að taka lögin um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu til gagngers endurmats, ásamt vatnalögunum svkokölluðu.

Ögmundur rifjar upp að eignarrétturinn sé vel varinn í lögum og stjórnarskrá. Hann segir mörkin milli eignarrétts og almannarétts þó ekki jafn skýr, enda hafi þau tekið breytingum í tímans rás, nokkuð sem vilji gleymast. Þá segir hann „fjármálaspekúlantana“ nú hafa uppgötvað auðæfi Íslands og geri sér þau að féþúfu.

Síðan spyr Ögmundur sig að milljón dollara spurningunni:

Skipt­ir máli hvort eig­and­inn er ís­lensk­ur eða er­lend­ur?

„Ég tel tví­mæla­laust svo vera. Í fyrsta lagi skipt­ir ná­lægðin máli, að landið sé í aug­sýn eig­and­ans en ekki fjar­læg versl­un­ar­vara sem mæl­ist í vísi­töl­um alþjóðlegra kaup­halla. Þá þarf eig­and­inn ætíð að vera í aug­sýn sam­fé­lags­ins sem bygg­ir þetta land okk­ar og hef­ur það í sam­eig­in­legri um­sjá sinni.

Auðvitað er mann­eskj­an söm við sig hverr­ar þjóðar sem hún er en tengsl­in við landið skipta engu að síður máli. Bónd­inn sem býr á sínu landi, ræður yfir því og yrk­ir jörðina og nýt­ir, er með allt aðra jarðteng­ingu en fjar­læg­ur eig­andi.

Og auðvitað er eig­andi lands í ann­arri stöðu en leiguliðinn sem á end­an­um er háður valdi hús­bónda síns. Þetta eru nokkuð al­gild sann­indi og minn­ist ég þess frá árum mín­um í Skotlandi, þar sem ég bjó um skeið, hve mörg­um var þyrn­ir í auga eign­ar­hald stór­eigna­manna á skosku landi og bein og óbein yf­ir­ráð þeirra yfir því.

Óbein yf­ir­ráð, hver skyldu þau vera? Hér er vísað til hins hug­læga í mann­legri til­veru. Ein­hverju sinni kom ég á ís­lensk­an búg­arð þar sem höndlað var með hross. Fleiri gesti bar að garði, þar á meðal for­ríka Þjóðverja sem báru ríki­dæmi sitt og vald­hroka utan á sér. En bónd­an­um var engu að síður sýnd til­hlýðileg kurt­eisi ef þá ekki virðing. Alla vega töluðust þarna jafn­ingj­ar við. Væri ís­lenski bónd­inn orðinn land­seti auðkýf­ing­anna þýsku leik­ur varla vafi á að sam­band þeirra hefði breyst að sama skapi.“

Þá segir Ögmundur á öðrum stað:

„Krafa um inn­lent eign­ar­hald þykir sum­um vera frá­leit­ur óþarfi. En setj­um svo að í ljós kæmi að auðkýf­ing­ur sem vildi festa kaup á stóru landsvæði gerði það í umboði er­lendra stjórn­valda, væri okk­ur sama um það? Hefði okk­ur verið sama þótt banda­rísk­ur bill­jóneri, hand­geng­inn stjórn­völd­um í Washingt­on, hefði átt Miðnes­heiðina, landið und­ir her­stöð Banda­ríkja­manna? Hvað hefði Banda­ríkja­mönn­um þótt um að hafa her­stöð hér á eign­ar­landi Kims il-Sungs, þáver­andi leiðtoga Norður-Kór­eu, eða full­trúa hans?“

 

Ekki nægileg umgjörð

Einnig spyr Ögmundur hvort máli skiptir hver eigi landið ef reglur um takmörkun einkaeignarréttar séu ásættanlegar, helst til fénýtingar þeirra auðlinda sem landinu fylgi:

„Til að fá úr því skorið hvort aðhalds­lög marg­vís­leg tryggi al­manna­hag óháð eign­ar­haldi þarf ein­fald­lega að kort­leggja hvað um gæti verið að ræða svo mark­viss umræða geti farið fram. Fyr­ir mitt leyti hef ég kom­ist að þeirri niður­stöðu að aðhalds­lög­in myndi ekki nægi­lega um­gjörð al­manna­hags­mun­um til varn­ar. Sam­kvæmt þeirri niður­stöðu sem á end­an­um fékkst í deil­un­um um vatna­lög­in er nú að finna tak­mark­an­ir á eign­ar­rétti yfir vatni og öðrum auðlind­um í landi sem verið hef­ur í sam­fé­lags­legri eign en selt er til einkaaðila. Eitt­hvað hafði kviknað á per­unni eft­ir lang­vinn­ar umræður á Alþingi, sem í doða og and­vara­leysi sam­fé­lags­ins voru iðulega af­greidd­ar sem málþóf!

En hvað sem því líður þá er hina al­mennu laga­reglu að finna í fram­an­greind­um lög­um frá 1998 og að þeim lög­um óbreytt­um er það grund­vall­ar­mál hver fer með eign­ar­haldið á landi þegar nýt­ing auðlinda er ann­ars veg­ar. Frétt­ir frá Vest­fjörðum og Norður­landi eystra þessa dag­ana um áform um virkj­an­ir minna okk­ur á það hve miklu máli eign­ar­haldið skipt­ir en í báðum til­vik­um vilja fjár­sterk­ir eigna­menn ráðskast með virkj­un­ar­rétt. Og því stærra land sem safn­ast á þeirra hend­ur þeim mun meiri verða völd þeirra.“

 

Vand­lifað eða hvað?

„Auðvitað hefði mátt setja aðhalds­lög og auðvitað hefði mátt nýta full­veld­is­rétt Íslands og skerða eign­ar­rétt þeirra Goldwaters, Nú­bós og Kims, eða þeirra líka, vegna al­mennra hags­muna. En eins og talsmaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Davíð Þor­láks­son, sagði í grein í Frétta­blaðinu 31. júlí sl. þá sé eign­ar­rétt­ur­inn ekki nokkuð sem eigi að vera hægt að ráðskast með að vild: „Það er… tíma­bært að stjórn­mála­menn átti sig á því að eign­ar­rétt­ur er ekki stjórn­tæki sem þeir geta gripið til að vild.“ Það er vand­lifað en þó ekki meira en svo að allt má þetta leysa ef vilj­inn er fyr­ir hendi. Það eina sem við höf­um ekki nóg af er tím­inn. Nú þarf aðgerðir um leið og Alþingi kem­ur sam­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki